Bæjarráð Fjallabyggðar

213. fundur 03. maí 2011 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörn Sigurðsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Lagt fram verðmat og söluáætlun vegna 17 íbúða sem fasteignasalan Hvammur gerði í apríl.
Bæjarráð samþykkir að setja strax á sölu, þær 5 íbúðir sem eru lausar.
Bæjarráð felur fasteignasala að ræða við leigjendur um hugsanleg kaup sem byggir á framkomnu verðmati.
Frekari ákvarðanatöku frestað til næsta fundar.

 

2.Dráttarbrautin á Siglufirði - "Uppsögn á samningi".

Málsnúmer 0906095Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri upplýsti um samskipti við forsvarsmenn Erlubergs og  mögulegan grundvöll að samkomulagi í tengslum við uppsögn lóðarleigusamnings vegna lóðarinnar að Tjarnargötu 2-4 og bætur fyrir mannvirki og uppfyllingar.

3.Efnistaka á Siglunesi -umsögn

Málsnúmer 1101142Vakta málsnúmer

Í erindi Siglingastofnunar frá 18. mars s.l. er reiknað með að veitt verði heimild til að fara í framkvæmdir við sjóvarnir á Siglunesi og efnistöku þeirra vegna.
Jafnframt var tilkynnt að Siglingastofnun geti ekki lagt fram sinn hluta í framkvæmd við sjóvarnir á Siglunesi á þessu ári.
Fram kemur að í tengslum við endurskoðun samgönguáætlunar 2011-2014 verði ósk Fjallabyggðar um framlag til sjóvarna á Siglunesi tekin til umfjöllunar, en ekki sé hægt að tímasetja framkvæmdina.

Bæjarráð samþykkir að gera viðeigandi breytingar á fjárhagsáætlun í ljósi erindis.

4.Stefnumótun í þjónustu aldraðra

Málsnúmer 1102063Vakta málsnúmer

62. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vinnuhópur um stefnumótun í þjónustu aldraðra verði skipaður með sambærilegum hætti og þeir vinnuhópar sem eru að störfum hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að hópinn skipi:

Félagsmálastjóri, Hjörtur Hjartarson, og

bæjarfulltrúarnir Sólrún Júlíusdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.

5.Tillaga um verkefnastjórn og vinnuhóp um hafnsækna starfsemi

Málsnúmer 1104057Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda í vinnuhóp um hafnsækna starfsemi:
S. Ómar Hauksson, Sólrún Júlíusdóttir og S. Egil Rögnvaldsson
Jafnframt að tengiliður sveitarfélagsins og fulltrúi í væntanlegri verkefnastjórn um hafnsækna starfsemi verði S. Ómar Hauksson.


 

6.Breyting á nefndarskipan

Málsnúmer 1104050Vakta málsnúmer

63. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa breytingum á nefndarskipan til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram um breytingar á nefndarskipan.

Varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd verði Helga Jónsdóttir, í stað Freys Sigurðssonar.
Aðalmaður í atvinnu- og ferðamálanefnd verði Margrét Jónsdóttir í stað Guðmundar Friðriks Eggertssonar.
Varamaður í fræðslunefnd verði Sigrún Ingólfsdóttir í stað Margrétar Jónsdóttur.

Tillaga samþykkt samhljóða.

7.Samráðsfundur með Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1103117Vakta málsnúmer

Á sameiginlegum fundi bæjaráða Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar 20. apríl s.l. lagði bæjarráð Fjallabyggðar fram drög að samþykktum fyrir samstarf sveitarfélaga á Tröllaskaga.
Í framhaldi af góðum fundi bæjarráðanna er nú lögð fram tillaga Dalvíkurbyggðar að viljayfirlýsingu um samstarf sveitarfélaganna á Tröllaskaga; Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa framkomnum hugmyndum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Hólavegur 83 Siglufirði, söluheimild

Málsnúmer 1101138Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að kaupsamningi og afsali við Önnu Maríu Björnsdóttur og Óskar Þórðarson um Hólaveg 83 Siglufirði.  Samkvæmt kaupsamningi skuldbinda kaupendur sig til að rífa og fjarlægja íbúðarhúsnæðið ásamt þeim grunni sem það stendur á.  Kaupverð er ein milljón króna.
Bæjarráð samþykkir kaupsamning og felur bæjarstjóra að undirrita.

9.Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5. - 9. júní nk.

Málsnúmer 1104082Vakta málsnúmer

Í bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. apríl 2011 er kynnt fyrirhuguð ferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9. júní nk. til að öðlast þekkingu á stöðu sveitarfélaga gagnvart EES-samningnum og ESB-umsókn Íslands.

Lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Málsnúmer 1104072Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 4. maí kl.15:00 í Gamla Skólahúsinu, Grýtubakkahreppi.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja fundinn og fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.

11.Samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Ólafsfirði og á Siglufirði

Málsnúmer 1104095Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Ólafsfirði og á Siglufirði milli Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og sveitarfélagsins.

Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi fyrir tímabilin 2011 og 2012.
Samkvæmt samningi greiðir Fjallabyggð 4.848.000 kr fyrir hvort ár vegna starfsmannahalds á knattspyrnuvöllunum.
Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Umsóknir um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa, afleysing sumarið 2011

Málsnúmer 1104039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fjórar umsóknir um afleysingarstarf íþrótta- og tómstundafulltrúa og umsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa um þær umsóknir.
Umsækjendur voru :
Brynjar Harðarson Lækjargötu 7 Siglufirði

Einar Ingvi Andrésson Hverfisgötu 34 Siglufirði

Sigurbjörn Hafþórsson Hvanneyrarbraut 57 Siglufirði og

Theodór Ottósson Huldulandi 14, Reykjavík.
Á grundvelli umsagnar íþrótta- og tómstundafulltrúa samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn að ráða Brynjar Harðarson í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa sumarið 2011.

13.Launayfirlit jan-mars 2011

Málsnúmer 1104070Vakta málsnúmer

Skrifstofu og fjármálastjóri lagði fram upplýsingar um launakostnað frá 1.1.2011 til 31.3.2011. Fram kom að heildarlaunakostnaður þessa tímabils er um 24% af áætluðum launakostnaði ársins, sem er innan marka.

14.Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2010

Málsnúmer 1103078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2010.

15.Umsagnir um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 1104069Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 18. apríl 2011, þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að senda Alþingi umsagnir um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.  Umsagnarfrestur er til 17. maí n.k.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa Fjallabyggðar til að fara vel yfir framkomið frumvarp og koma ábendingum á framfæri á næsta bæjarstjórnarfundi.

16.Framlenging samnings um rekstur gámasvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103104Vakta málsnúmer

Undirritaður viðaukasamningur við Íslenska gámafélagið lagður fram til kynningar.

17.Framlenging samnings um akstur og urðun sorps frá Fjallabyggð

Málsnúmer 1103103Vakta málsnúmer

Undirritaður viðaukasamningur við Íslenska gámafélagið lagður fram til kynningar.

18.Ársfundur Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar 2011

Málsnúmer 1104071Vakta málsnúmer

Ársfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 15:00 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 Akureyri.
Bæjarráð tilnefnir Bjarkey Gunnarsdóttur og Ingvar Erlingsson í stjórn Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.

19.19. ársþing SSNV

Málsnúmer 1104079Vakta málsnúmer

Ársþing Samtaka sveitarfélaga Norðurlands vestra verður haldið 26. - 27. ágúst 2011 í Húnaþingi vestra.

20.Ársreikningur 2010

Málsnúmer 1104036Vakta málsnúmer

Skýrsla endurskoðenda lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð deildarstjóra Fjallabyggðar frá 19. apríl 2011

Málsnúmer 1104091Vakta málsnúmer

Fundargerð deildarstjóra lögð fram.
Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi og fór yfir verkefnastöðu.

22.Staða innheimtu skólagjalda 31. mars 2011

Málsnúmer 1104093Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir innheimtustöðu skólagjalda 31. mars 2011 og breyting til samanburðar frá sama tíma 2010.

Fram kemur að innheimtustaðan er betri en 2010.

Fundi slitið - kl. 19:00.