Fréttir

226. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

226. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 8. febrúar 2023 kl. 17.00
Lesa meira

Betur fór en á horfðist

Í dag fór rúta út af veginum við Brimnes í Ólafsfirði með um 25 erlenda ferðamenn sem voru á leið á Síldarminjasafnið. Ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða á fólki. Opnuð var fjöldahjálparstöð í Menntaskólanum á Töllaskaga. Viðbragðsaðilar brugðust fljótt og vel við og eru að ljúka störfum á vettvangi.
Lesa meira

Foreldrafélag Leikskála færir leikskólanum veglega gjöf

Foreldrafélag Leikskála afhenti leikskólanum veglega gjöf að andvirði 210.000 kr.
Lesa meira

Eingöngu tekið á móti reikningum með rafrænum hætti frá 1. mars 2023

Frá og með 1. mars 2023 verður eingöngu tekið á móti reikningum með rafrænum hætti hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess. Reikningar skulu vera á svokölluðu XML formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara. Ekki er tekið við PDF reikningum í gegnum tölvupóst.
Lesa meira

Álagningu fasteignagjalda 2023 er lokið

Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".
Lesa meira

Breyting á skólaakstri 3. febrúar nk.

Akstur skólarútu verður með breyttu sniði föstudaginn 3. febrúar nk. þar sem enginn kennsla verður í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Sorphirða í dag

Tafir urðu á sorphirðu í Fjallabyggð í gær vegna veðurs af þeim sökum verður almennt sorp fjarlægt í dag og á föstudaginn bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Íbúar eru hvattir til að moka frá sorptunnunum og hafa greiða leið að þeim fyrir þá sem koma og losa þær. Ef aðgengi að sorptunn­um er slæmt og íbú­ar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfs­fólks sorp­hirðunn­ar, verða tunnur ekki tæmdar.
Lesa meira

Sorplosun á Siglufirði frestað til morguns vegna veðurs

Vakin er athygli á því að sorp verður ekki fjarlægt í suðubænum á Siglufirði í dag 31. janúar, vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Dalvík - Götulokanir næstu daga

Næstu daga verður eitthvað rask á umferð og einhverjar götur lokaðar á Dalvík en tökur standa nú yfir á sjónvarpsþáttunum True Detective. Hér má sjá áætlun um lokanir næstu daga en hún er gefin út með fyrirvara um breytingar. Allar lokanir verða einnig auglýstar á vef Vegagerðarinnar vegagerdin.is
Lesa meira

Hönnunarkeppnin Stíll

Hönnunarkeppnin Stíll fór fram í íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 21. janúar kl. 12-17. Þemað sem valið er af Ungmennaráði Samfés var í ár „Gylltur glamúr “. Á Stíl koma saman og keppa unglingar af öllu landinu í fatahönnun, hárgreiðslu, förðun, framkomu og hönnunarmöppu.
Lesa meira