Fréttir

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 20. nóvember

Í gær sunnu­daginn 20. nóvember var al­þjóð­legur minningar­dagur um fórnar­lömb um­ferðar­slysa. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á öryggi óvarinna vegfarenda.
Lesa meira

Íbúum Fjallabyggðar boðið upp í dans í Tjarnarborg

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag ætlar að ljúka árinu á þvi að bjóða upp á tvö opin danskvöld sem haldin verða í Tjarnarborg sunnudagskvöldin 27. nóvember og 4. desember kl. 20.00, klukkustund í senn.
Lesa meira

Opið í Neon fyrir 16 -18 ára

Ungmennum fæddum 2004-2006 boðið að koma í félagsmiðstöðina Neon föstudagskvöldið 18. nóvember frá kl. 20:30 – 22:30
Lesa meira

Lokun Norðurtanga á Siglufirði

Vegna framkvæmda við Innri höfn á Siglufirði er aðkomu að Norðurtanga lokuð og þeim sem málið varðar bent á að notast við hjáleið um Vesturtanga. Lokunin mun vara fram í næstu viku. Sjá nánari skýringar á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira

Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð haldinn í Tjarnarborg 15. nóvember kl. 17:00

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar boðar til haustfundar ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg fimmtudaginn 14. nóvember nk. og hefst kl. 17:00.
Lesa meira

Birgitta kveður - allra síðustu sýningar

Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á þessa frábæru leikhúsveislu Birgitta kveður hjá Leikfélagi Fjallabyggðar. Allra síðustu sýningar verða á morgn miðvikudaginn 16. nóvember kl. 17:00 og fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20:00.
Lesa meira

Styrkir úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka - opið fyrir umsóknir um styrki árið 2022 til 20. nóvember nk.

Styrkir úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka eru veittir einu sinni á ári. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki árið 2022. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum sem stuðla að ofangreindum heimsmarkmiðum sem bankinn leggur sérstaka áherslu á. Íslandsbanki greiðir 0,1% mótframlag í sjóðinn af innstæðu Vaxtasprota sparnaðarreikningum á ársgrundvelli.
Lesa meira

Seinni hunda- og kattahreinsun fimmtudaginn 17. nóvember

Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir: Fimmtudaginn 17. nóvember • Námuvegi 11 Ólafsfirði 13:00 – 15:00 • Áhaldahúsinu Siglufirði 16:00 – 18:00
Lesa meira

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag lóða undir þjónustuhús og smáhýsi í Skarðsdal

Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhuguðu deiliskipulagsverkefni fyrir þjónustuhús og smáhýsi í Skarðsdal. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Basalt arkitektum fyrir framkvæmdaraðila, koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum [meira]
Lesa meira

Íbúafundur miðvikudaginn 16. nóvember í Ráðhúsi Fjallabyggðar

Íbúafundur vegna deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Siglufjarðar haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar miðvikudaginn 16. nóvember kl. 16:30. Hörður Bjarnason verkfræðingur hjá Mannvit kemur til með að kynna drögin. Íbúar við þjóðveginn eru sérstaklega hvattir til að mæta og kynna sér skipulagið. Skipulags- og tæknifulltrúi Fjallabyggðar
Lesa meira