Fréttir

Tilkynning vegna skilaboðs sem sent var í nafni Sportabler

Í morgunsárið 02.01 var brotist inn á ytra kerfi sem við tengjumst til að senda ýtiboð, e. push notifications. Þetta snýr að þvi að send var tilkynning (push notification) í nafni Sportabler á 30.367 Android notendur. Ekki var sent á iPhone (iOS) notendur, og fengu þeir því ekki skilaboðin.
Lesa meira

Frístundastyrkur barna á aldrinum 4-18 ára og Sportabler.

Frístundastyrkur Fjallabyggðar til barna á aldrinum 4 – 18 ára, að báðum árum meðtöldum, hækkaði um 5000 kr eða í 45.000 kr þann 1. janúar 2023. Barnið fær frístundastyrk frá 1. janúar árið sem það er 4ja ára og til loka ársins sem það verður 18 ára. Frístundastyrknum er úthlutað gegnum kerfi sem heitir Sportabler.
Lesa meira

Samráðsfundur í Tjarnarborg vegna úthlutunar byggðakvóta

Opinn samráðsfundur verður haldinn í Tjarnarborg fimmtudaginn 5. janúar kl. 17:00 um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023.
Lesa meira

Ný Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar samþykkt

Ný Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar hefur verið samþykkt í bæjarstjórn sveitarfélagsins annars vegar og hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hins vegar og öðlast hún þegar gildi. Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru til staðar í sveitarfélaginu.
Lesa meira

Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður íþróttamaður ársins 2022 í Fjallabyggð

Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður var kosinn íþróttamaður Fjallabyggðar árið 2022.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins 2022 í Fjallabyggð

Val á íþróttamanni ársins 2022 í Fjallabyggð fer fram í dag miðvikudaginn 28. desember kl: 2000 í Tjarnarborg. Hátíðin er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar.
Lesa meira

224. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 224. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 28. desember 2022 kl. 12.00
Lesa meira

Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023

Bæjarfélaginu er gefinn frestur til 13. janúar nk. að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur. Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 20. desember sl. fól bæjarráð bæjarstjóra að boða hagsmunaaðila til opins samráðsfundar, þar sem aðilum verður gefinn kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Ráðgert er að halda fundinn í Tjarnarborg fimmtudaginn 5. janúar kl. 17:00.
Lesa meira

Starfsmenn Fjallabyggðarhafna senda bestu jólakveðjur

Sigríður bæjarstjóri leit við í morgunkaffi hjá starfsmönnum Fjallabyggðarhafna í morgun og fór meðal annars yfir stöðu mála þar. Við það tækifæri tók hún þessa ágætu mynd af þeim herramönnum. Starfsmenn hafnarinnar senda sínar allra bestu hátíðarkveðjur um landið og miðin og þakka fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða með von um að nýja árið verði öllum fengsælt.
Lesa meira

Frístundastyrkur Fjallabyggðar 2023 - Tilkynning

Þau leiðu mistök urðu í gær að hér á vefnum birtist frétt um frístundastyrki Fjallabyggðar sem var röng. Fréttin hefur verið tekin niður. Ný frétt og réttar upplýsingar verða birtar milli jóla og nýars. Bendum á að nýjar reglur um Frístundastyrki Fjallabyggðar 2023 eru aðgengilegar á vef Fjallabyggðar hér.
Lesa meira