07.11.2022
Bæjarstjórn Fjallabyggðar
221. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 16, Ólafsfirði 9. nóvember 2022 kl. 17:00
Lesa meira
07.11.2022
Aðalfundur Karlakórsins í Fjallabyggð var haldinn nú um helgina í húsnæði Hannes Boy (bláa húsið) á Siglufirði þar sem kosin var ný stjórn. Rætt var um framtíð kórsins, en kórstarfið hefur legið niðri frá því að Covid-19 faraldurinn hófst. Um 25 kórfélagar eru nú þegar búnir að staðfesta þátttöku sína og er það nú í höndum nýrrar stjórnar að ráða nýjan kórstjóra og kynna og efla kórstarfið enn frekar, en starfsemin mun hefjast formlega á nýju ári.
Lesa meira
04.11.2022
15. nóvember nk. verða starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands á ferðinni í Fjallabyggð og verða með „opnar skrifstofu" í Tjarnarborg. Þangað geta allir komið sem vilja ræða málin, kynnast starfsemi MN betur eða kynna sína starfsemi fyrir MN.
Lesa meira
04.11.2022
Brynja Baldursdóttir myndlistarmaður hefur hlotið nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023.
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar samþykkti, á fundi sínum fimmtudaginn 3. nóvember 2022, að útnefna Brynju Baldursdóttur sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2023
Lesa meira
03.11.2022
Taktu þátt í að synda hringinn í kringum landið. Allir þátttakendur fara í pott og geta unnið vegleg verðlaun.
Skráðu þína sundvegalengd á syndum.is
Lesa meira
03.11.2022
Fjallabyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Fjallabyggð sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins.
Lesa meira
02.11.2022
Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar færði Fjallabyggð skjöld með merki sjómannadags Fjallabyggðar 2022 sem þakklætisvott fyrir stuðning við sjómannadagshátíðina
Lesa meira
26.10.2022
Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 25.10.2022 var samþykkt tillaga um að reglulegri flöggun við stofnanir Fjallabyggðar við andlát og útfarir íbúa verði hætt frá og með 1. janúar 2023. Frá og með þeim tíma verður íslenska fánanum flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum.
Lesa meira
24.10.2022
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 14. september sl. deiliskipulag fyrir þjóðveg í þéttbýli Ólafsfjarðar. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með eftirtöldum breytingum:
Lesa meira
24.10.2022
Ungmennaþing SSNE fór fram á Dalvík dagana 13.-14 október síðastliðinn. Þingið var að þessu sinni haldið í menningarhúsinu Berg á Dalvík og var þar samankomin hópur ungmenna úr sveitarfélögum landshlutans, ásamt starfsmönnum sveitarfélaga. Þetta er í þriðja sinn sem Ungmennaþing er haldið í landshlutanum en verkefnið er eitt af áhersluverkefnum SSNE árið 2022.
Lesa meira