24.10.2022
Ert þú með hugmynd að verkefni?
Dagana 25. -28. október nk. ferðast ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra um landshlutann og bjóða upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf.
Lesa meira
24.10.2022
Aðalfundur Karlakórsins í Fjallabyggð verður haldinn kl. 18:00, laugardaginn 5. nóvember í húsnæði Hannes Boy (bláa húsið) á Siglufirði.
Lesa meira
20.10.2022
Dagan 27. - 30. október verður listasmiðjan Skafl haldin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í fjórða sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum.
Fólk kemur saman víða að og vinnur í frjálsu flæði og þvert á listgreinar í nokkra daga.
Smiðjan er hugsuð sem tilraunasmiðja og verða því ekki endilega til fullmótuð verk eða hugmyndir á vinnutímanum.
Mikilvægast er samtalið og samvera listamannana og samskipti við bæjarbúa. Auk Alþýðuhússins munu þátttakendur vinna í Herhúsinu og í Ráðhússal Siglufjarðar og verður afrakstur smiðjunnar sýndur í Ráðhússalnum og með uppákomu í Alþýðuhúsinu.
Lesa meira
20.10.2022
Fjallabyggð barst sú frábæra ábending að víxla karla- og kvennaklefum í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði svo ekki þurfi að loka kvennaklefum vegna framkvæmda sem fyrirhugaðar eru föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október.
Kvennaklefinn verður sem sagt þessa tvo daga karlamegin í húsinu.
Fjallabyggð þakkar góða ábendingu um lausn.
Lesa meira
19.10.2022
Lokað verður fyrir kalt vatn frá kl. 20:00 í kvöld, miðvikudaginn 19. október á allri eyrinni á Siglufirði. Lokunin mun standa fram eftir nóttu.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin mun valda.
Lesa meira
19.10.2022
Síðast liðið mánudagskvöldið, 17. október, varð langþráður draumur að veruleika. Framtíðarhúsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neons var opnað.
Lesa meira
19.10.2022
Vegna framkvæmda verða kvennaklefar í íþróttahúsinu í Ólafsfirði lokaðir föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október frá kl. 08:00-17:00. Klefarnir verða opnir laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. október.
Lesa meira
18.10.2022
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um GRÆNA STYRKI
Markmið grænna styrkja er að styðja við aðila sem vinna að umhverfisverkefnum í Fjallabyggð.
Einstaklingar og félög sem eiga lögheimili í Fjallabyggð geta fengið úthlutaðan Grænum styrk Fjallabyggðar. Tilgreind félög þurfa að vera með starfsemi sína í sveitarfélaginu. Áskilið er að umsækjandi hafi átt lögheimili í sveitarfélaginu í minnst 12 mánuði samfleytt á móttökudegi umsóknar og að lögheimilisfestan sé einnig til staðar og hafi verið óslitin þegar kemur að útgreiðslu umhverfisstyrks.
Lesa meira
12.10.2022
Í dag, 12. október 2022, hlaut Fjallabyggð viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri tók við viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar og viðurkenningarathöfn.
Lesa meira
11.10.2022
Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Lesa meira