Fréttir

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þann 12. október kl. 13:00

Opið verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra frá kl. 13:00 miðvikudaginn 12. október, til kl. 13:00 fimmtudaginn 17. nóvember 2022.
Lesa meira

Leikfélag Fjallabyggðar æfir leikverkið Birgitta kveður

Leikfélag Fjallabyggðar hefur hafið æfingar á nýju leikverki undir nafninu Birgitta kveður eftir Guðmund Ólafsson. Áætlaðar eru 7 sýningar á leikverkinu og frumsýning verður föstudaginn 28. október nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Leikritið er nýtt gaman- og sakamálaleikrit og hefur hópurinn verið við æfingar síðan í september.
Lesa meira

Fræðsla um kvíða og áföll hjá börnum og unglingum

Miðvikudaginn 12. október kl. 19:30 býður Grunnskóli Fjallabyggðar upp á fræðslu og spjall um kvíða og áföll í lífi barna og unglinga. María Hensley skólasálfræðingur og Jón Baldvin Hannesson frá RKÍ fjalla um málefnið og í framhaldinu verða umræður og spjall yfir kaffibolla. Fræðslan fer fram í skólahúsinu við Tjarnarstíg í Ólafsfirði.
Lesa meira

Kompan - Alþýðuhúsið á Siglufirði sýningaropnun Loji Höskuldsson

Loji Höskuldsson opnaði sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu Siglufirði sl. laugardag. Sýningin sem ber heitið ,,Tveir pottar af mjólk” mun standa til 23. október nk.
Lesa meira

Óveður í dag; staðan

Veðurspáin er að ganga eftir í megin atriðum. Mesta útkoman snemma í morgun var hér á Siglufirði um 25 mm í formi rigningar sl. 6 klst. en er nú orðin að snjókomu að mestu.
Lesa meira

Mikilvæg skilaboð vegna spár um óveður á morgun sunnudag

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar munu verða í viðbragðsstöðu í fyrramálið vegna óveðurs og eru eigendur báta í höfnum Fjallabyggðar hvattir til að fara yfir landfestar báta sinna. Haft hefur verið samband við tengiliði í Hornbrekku, sjúkrahúsinu/Skálarhlíð og heimilinu Lindargötu 2, m.t.t. ef rafmagn fer af og þá eru ferðaþjónustuaðilar beðnir um að koma viðvörunum til ferðamanna.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja úr bæjarsjóði Fjallabyggðar vegna ársins 2023

Fjallabyggð auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til menningarmála, fræðslumála, rekstrarstyrkja til safna og setra, styrkja vegna hátíða og styrkja til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka vegna ársins 2023. Einnig er tekið á móti ábendingum, tillögum og/eða erindum er varða fjárhagsáætlun 2023
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir eftir tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2023

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2023. Aðeins þeir listamenn sem búsettir hafa verið í Fjallabyggð að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum eða hópi. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í janúar 2023.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning vegna slæmrar veðurspár

Í ljósi slæmrar veðurspár eru íbúar beðnir um að vera á varðbergi. Þegar hafa verið settar á appelsínugular viðvaranir fyrir Norðvestur- og Norðausturland sem eru í gildi frá klukkan 08:00 á sunnudegi til klukkan 05:00 aðfararnótt mánudags.
Lesa meira

220. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

220. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 10. október 2022 kl. 17.00
Lesa meira