Grænir styrkir 2023 - frestur til að sækja um rennur út á miðnætti í dag 1. nóvember

AUGLÝST ER EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI TIL UMHVERFISVERKEFNA Á ÁRINU 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um GRÆNA STYRKI

Markmið grænna styrkja er að styðja við aðila sem vinna  að umhverfisverkefnum í Fjallabyggð.

Einstaklingar og félög sem eiga lögheimili í Fjallabyggð geta fengið úthlutaðan Grænum styrk Fjallabyggðar. Tilgreind félög þurfa að vera með starfsemi sína í sveitarfélaginu. Áskilið er að umsækjandi hafi átt lögheimili í sveitarfélaginu í minnst 12 mánuði samfleytt á móttökudegi umsóknar og að lögheimilisfestan sé einnig til staðar og hafi verið óslitin þegar kemur að útgreiðslu umhverfisstyrks.

Skilyrði styrks er að hann nýtist samfélaginu í Fjallabyggð, sé ekki til einkanota. Að framkvæmdir séu m.a. til þess fallnar að:

  • Bæta umhverfismál.
  • Draga úr orkunotkun, mengun og/eða losun gróðurhúsalofttegunda og eða er ætlað að bæta fyrir slíkt innan sveitarfélagsins.
  • Bæti ástand og útlit opinna svæða eða fólkvanga innan sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til og með þriðjudaginn 1. nóvember 2022. Einungis er hægt að sækja um rafrænt á íbúagátt www.fjallabyggd.is - Rafræn Fjallabyggð. Eyðublaðið er undir Umhverfis- og tæknideild. 

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur Fjallabyggðar um úthlutun grænna styrkja sem finna má á heimasíðu Fjallabyggðar og einnig hér.