15.02.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að setja á fót samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð.
Samráðshópnum er m.a. ætlað að fjalla um stefnumótun til framtíðar um metnaðarfulla uppbyggingu fjölbreytts íþróttastarfs fyrir íbúa Fjallabyggðar á öllum aldri. Styrkjakerfi sveitarfélagsins til íþróttamála með tilliti til þess hvernig hægt sé að hvetja til sameiningar íþróttafélaga í sömu grein innan sveitarfélagsins. Framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunar innan húss og utan. Að ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins sé forgangsraðað á þann hátt að þeir nýtist fjöldanum.
Lesa meira
15.02.2023
Vélsleðafélag Ólafsfjarðar heldur HELIAIR SNOCROSS keppnina laugardaginn 18. febrúar nk. í Ólafsfirði. Um er að ræða fyrstu umferð til Íslandsmeistara og hefst keppnin kl. 12:00. Keppnissvæðið er innanbæjar á svæðinu kringum tjörnina og sundlaugina í Ólafsfirði.
Lesa meira
14.02.2023
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi Mat á umhverfisáhrifum.
Öll sveitarfélög á Norðurlandi, samtals 16 sveitarfélög á svæðinu frá Stikuhálsi í vestri að Bakkaheiði í austri, vinna nú að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.
Lesa meira
13.02.2023
Ræsting í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum Ólafsfirði. – Skilafrestur verðtilboða framlengdur til kl. 13:00 föstudaginn 17. febrúar.
Fjallabyggð óskar eftir verðtilboði í verkið: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikhólar Ólafsfirði.
Lesa meira
09.02.2023
Skipulagslýsing – upphaf vinnu við breytingu deiliskipulags á Leirutanga, Siglufirði
Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi Leirutanga á Siglufirði. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Stoð ehf. fyrir Bás ehf., koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.
Lesa meira
09.02.2023
Fjallabyggð auglýsir skipulag í Fjallabyggð. Um er að ræða tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032, verslun og þjónusta í Skarðsdal, Siglufirði – nýr landnotkunarreitur og tillögu að deiliskipulagi fyrir þjónustuhús og smáhýsi við Skarðsveg, Siglufirði,
Lesa meira
09.02.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á 226. fundi sínum í gær 8. febrúar 2023 eftirfarandi ályktun vegna fjárhagsvanda Landhelgisgæslu Íslands
Lesa meira
07.02.2023
Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði 10. og 11. febrúar 2023. Eins og undanfarin ár er boðið upp á frábæra upplifun í Fjarðargöngunni. Brautarstæðið er einstakt og liggur meðal annars eftir götum Ólafsfjarðarbæjar. Stemmningin er frábær og allir mættir til að skora á sjálfan sig, taka þátt og hafa gaman. Vissulega er keppni líka, frábær verðlaun, happdrætti, kjötsúpa, grænmetissúpa, úrdráttarverðlaun og ég veit ekki hvað og hvað.
Lesa meira
07.02.2023
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir, verður útnefnd við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 16. febrúar nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjallabyggðar til menningarmála, hátíðarhalda, styrkir til reksturs safna og setra og grænna verkefna. Einnig verða í fyrsta sinn afhent Umhverfisverðlaun Fjallabyggðar.
Allir hjartanlega velkomnir
Markaðs- og menningarnefnd.
Lesa meira
07.02.2023
Fjórða tunnan er á leiðinni ! Af því tilefni verða haldnir íbúafundir í Fjallabyggð fimmtudaginn 9. febrúar nk.
Lesa meira