Fréttir

Kíwanisklúbburinn Skjöldur færir félagsmiðstöðinni rausnarlega gjöf

Miðvikudagskvöldið 22. febrúar sl. komu Kíwanismenn færandi hendi í félagsmiðstöðina Neon. Kíwanisklúbburinn Skjöldur afhenti félagsmiðstöðinni tvær Playstation 5 tölvur og smart skjávarpa að gjöf. Agnar Óli Grétarsson, fulltrúi Neonráðs tók við gjöfinni fyrir hönd unglinga í Neon og þakkaði Kíwanis fyrir höfðinglega gjöf.
Lesa meira

Samráðsfundur ferðaþjónustuaðila á Tröllaskaga

Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð standa saman að samráðsfundi fyrir ferðaþjónustuaðila á Tröllaskaga miðvikudaginn 1. mars nk. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg Ólafsfirði og hefst kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Fjórtán verkefni valin á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fram fer á Siglufirði 29. mars nk.

Fjórtán verkefni hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 29. mars nk. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en í ár var öllum landshlutum boðið að taka þátt og sóttu þrjátíu verkefni af öllu landinu um á Fjárfestahátíðina.
Lesa meira

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhuguðu deiliskipulagsverkefni fyrir hafnarsvæðið á Siglufirði. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Lilium teiknistofu fyrir Fjallabyggð, koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.
Lesa meira

Vetrarfrí og öskudagur - breytt aksturstafla skólarútu

Vegna vetrarfrís grunnskólans og öskudagsskemmtunar í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á miðvikudag er breytt aksturstafla fyrir dagana 22. febrúar og 24. febrúar. Akstur samkvæmt áætlun fimmtudaginn 23. febrúar.
Lesa meira

Öskudagsskemmtun í íþróttahúsi í Ólafsfirði, miðvikudaginn 22. febrúar.

Öskudagsskemmtun í íþróttahúsi í Ólafsfirði, miðvikudaginn 22. febrúar. Foreldrafélag Leikhóla stendur fyrir öskudagsskemmtun kl. 15:00 – 16:00 fyrir börn á öllum aldri. Mikilvægt er að foreldrar eða fullorðnir einstaklingar fylgi yngstu börnunum. Sett verður upp þrautabraut fyrir yngstu börnin og kötturinn sleginn úr tunnunni.
Lesa meira

Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar, afhending styrkja og umhverfisviðurkenningar 2023

Brynja Baldursdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2023, við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 16. febrúar sl. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Er það 14. árið sem Fjallabyggð útnefnir bæjarlistamann ársins.
Lesa meira

Uppfærð frétt - Heita vatið er komið á og búið að opna sundlaugina á Siglufirði

Sundlaugin á Siglufirði hefur verið opnuð. Vegna bilunar í hitaveitu þurfti að loka sundlauginni á Siglufirði hluta út degi. Búið er að lagfæra hitaveitu og vatn komið á að nýju.
Lesa meira

Uppfært - Bilun í hitaveitu á Siglufirði⚠️ Vatn komið á að nýju

Heitt vatn er komið á að nýju á Siglufirði en vegna bilunnar í hitaveitu þurfti að taka heitt vatn af hluta af Siglufirði í dag. Búið er að lagfæra bilunina og heita vatnið komið á aftur.
Lesa meira

Hugvekja bæjarstjóra um úrgangsmál

Ný lög um meðhöndlun úrgangs og flokkunar tóku gildi um sl. áramót. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs. Lögin kveða á um, að við hvert heimili skuli flokka í fjóra flokka, þ.e. pappír og pappa, plast, lífrænan úrgang og blandaðan úrgang. Það er von mín að sem allra minnst verði í tunnunum með blandaða úrganginum
Lesa meira