Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður íþróttamaður ársins 2022 í Fjallabyggð

Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður
Mynd: Albert Gunnlaugsson
Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður
Mynd: Albert Gunnlaugsson

Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður var kosinn íþróttamaður Fjallabyggðar árið 2022, annað árið í röð.

Athöfn, þar sem besta og efnilegasta íþróttafólk Fjallabyggðar var verðlaunað fyrir frammistöðu sína árinu, fór fram í Tjarnarborg í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Líkt og undanfarinn áratug eru það Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem standa að valinu, í samstarfi við íþróttafélög innan UÍF, sem og að athöfninni sjálfri.

Útnefnt var í tveimur aldursflokkum sem fyrr; 13 - 18 ára þar sem efnilegustu ungmennin af hvoru kyni voru útnefnd í hinum ýmsu greinum og síðan er valinn sá sem best hefur þótt standa sig í hverri grein hjá 19 ára og eldri og er það val óháð kyni. 10 af 13 íþróttafélögum í Fjallabyggð skiluðu inn tilnefningum í ár, og skýringin m.a. sú að ekki eru öll félögin með starfsemi í viðkomandi aldursflokkum.

Við athöfnina voru veittar tvær heiðursviðurkenningar. Annars vegar fékk Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson viðurkenningu fyrir mikið og gott sjálfboðaliðastarf að íþróttamálum í Fjallabyggð undanfarin ár og síðan fékk Jakob Snær Árnason, knattspyrnumaður hjá KA, viðurkenningu fyrir frábæran árangur íþróttamanns sem uppalin er í íþróttahreyfingunni í Fjallabyggð og hefur náð eftirtektarverðum árangri í sinni grein á öðrum vettvangi.

Hilmar Símonarson, kraftlyftingamaður frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar, varð fyrir valinu sem Íþróttamaður Fjallabyggðar annað árið röð. Hann náði frábærum árangri á árinu, keppti m.a. á þremur alþjóðlegum mótum fyrir hönd Íslands og setti á annan tug Íslandsmeta í sínum þyngdarflokki.

Aðrir sem urðu fyrir valinu sem efnilegasta eða besta íþróttafólk hverrar greinar voru:

Badminton: Efnilegust Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Tómas Ingi Ragnarsson.

Blak: Efnilegust Isabella Ósk Stefánsdóttir og Agnar Óli Grétarsson. Blakari ársins Svava Stefanía Sævarsdóttir.

Boccia: Bocciakona ársins Hrafnhildur Sverrisdóttir.

Golf: Efnilegust Sigurlaug Sturludóttir og Haukur Rúnarsson. Golfari ársins Sigurbjörn Þorgeirsson.

Hestamennska: Efnilegust Alexandra Ísold Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Ragnarsson.

Knattspyrna:  Efnilegust Silja Rún Þorvaldsdóttir og Jón Frímann Kjartansson. Knattspyrnumaður ársins Sævar Gylfason.

Skíði: Efnilegust Svava Rós Kristófersdóttir og Árni Helgason. Skíðamaður ársins Matthías Kristinsson.

Athöfnin tókst í alla staði vel undir öruggri stjórn Grétars Arnar Sveinssonar og Evu Bjarkar Ómarsdóttur. Guðmundur Skarphéðinsson flutti ávarp fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Skjaldar og Óskar Þórðarson fyrir hönd UÍF og Fjallabyggð bauð upp á glæsilegar veitingar.

 

Mynd og texti frá ÚíF