27.11.2023
Í tilefni þess að nýir eigendur hafa tekið við rekstrinum á Kaffi Klöru á Ólafsfirði, buðu þeir gestum og gangandi upp á heitt súkkulaði með rjóma og nýbakaðar vöfflur sl. laugardag. Óhætt er að segja að fjölmenni hafi lagt leið sína á staðinn og notið góðra veitinga þegar veitinga- og gistihúsið var opnað á ný eftir breytingar.
Lesa meira
27.11.2023
Við ætlum að kveikja ljósin á jólatrjánum í Fjallabyggð 1. og 2. desember.
Lesa meira
25.11.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar
236. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði þann 27. nóvember 2023 kl. 17:00.
Lesa meira
21.11.2023
Markaðsstofa Norðurlands býður upp á súpufundi dagana 28.-30. nóvember, á Sauðárkróki, Akureyri og í Mývatnssveit.
Lesa meira
17.11.2023
Haustfundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar með aðilum innan ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustu í Fjallabyggð sem halda átti 21. nóvember nk. í Tjarnarborg hefur verið aflýst vegna óviðráðanlegra orsaka.
Nýr fundur verður boðaður í febrúar 2024.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Markaðs- og menningarnefnd.
Lesa meira
13.11.2023
Ástþór Árnason listamaður hefur hlotið nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2024.
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar samþykkti, á fundi sínum fimmtudaginn 9. nóvember sl., að útnefna Ástþór Árnason Bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2024.
Lesa meira
13.11.2023
Nýir grenndargámar hafa verið settir upp við flokkunarstöðvar sveitarfélagsins á Ránargötu á Siglufirði og á Námuvegi á Ólafsfirði. Tekið er á móti þremur úrgangsflokkum: Málmum, gleri og textíl.
Málmar
• Í málmagáminn fara meðal annars umbúðir úr málmi, sprittkertabikarar og málmlok af krukkum.
• Til að tryggja sem besta endurvinnslu er mikilvægt að skola allar matarleifar úr málmumbúðum.
• Allt efni á að fara laust í tunnuna ekki í lokuðum pokum
• Ekki má setja raftæki, gaskúta eða kolsýruhylki í þennan flokk. Gaskútar og kolsýruhylki kunna að bera skilagjald og má skila þeim á flestar bensínstöðvar og til gasdreifingaraðila.
Gler
• Í glergáminn má meðal annars setja flöskur, glerumbúðir og krukkur (takið málmlok af).
• Ílát þurfa að vera tóm og hrein.
• Allt efni á að fara laust í tunnuna ekki í lokuðum pokum
• Setjið lok og tappa með málmum eða plasti eftir því sem við á.
• Í þennan flokk má ekki setja postulín, keramik eða önnur steinefni.
Textíll
• Textíllinn sem settur er í textílgámana fer í endurvinnslu og er ekki flokkaður til frekari endurnýtingar.
• Mikilvægt er að textíll sé í lokuðum pokum.
Lesa meira
13.11.2023
Auglýsing um aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu í Ólafsfirði.
Lesa meira
11.11.2023
Það hefur ekki farið fram hjá neinum það alvarlega ástand sem er uppi hjá vinum okkar í Grindavík. Hugur okkar er hjá þeim og ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. Því er mikilvægt að við tökum höndum saman og aðstoðum eftir fremsta megni.
Hér í Fjallabyggð er verið að fara yfir hvaða þjónustu og aðstoð við getum boðið fram s.s. varðandi möguleika á plássum í leikskóla, grunnskóla og búsetukjarna.
Þar sem mjög margir eiga frístundahús hér í Fjallabyggð viljum við jafnframt hvetja þá sem geta boðið fram laust húsnæði til að skrá húsnæði á meðfylgjandin tengli: Skrá laust húsnæði.
Lesa meira
07.11.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar
235. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði þann 9. nóvember 2023 kl. 17:00.
Lesa meira