08.12.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti formlega á fundi sínum þann 8. febrúar 2023 að stofna samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn í íþróttamálum í Fjallabyggð. Samráðshópurinn hefur nú lokið störfum og hefur stefna um framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð verið gefin út.
Lesa meira
07.12.2023
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er stefnumót fagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi. Markaðsstofa Norðurlands og Fjallabyggð hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu til að taka þátt í Mannamótum og nýta tækifærið til kynningar og sölu á sínu fyrirtæki. Þetta er einstakt tækifæri til að efla tengsl við núverandi viðskiptavini, mynda ný tengsl og ekki síður til að kynnast samstarfsaðilum um allt land.
Lesa meira
05.12.2023
Nemendur MTR gestum og gangandi að koma og skoða verkefni frá haustönninn á árlegri haustsýningu. Sýningin verður haldin föstudaginn 8. desember og stendur frá kl. 16.00 - 21.00. Milli 16.00 og 18.00 verða skemmtilegar vinnustofur og jólaföndur fyrir börn auk þess sem veitingar verða í boði.
Lesa meira
05.12.2023
Það er sannkölluð jóla- og aðventu helgi framundan í Fjallabyggð. Hin árlegu jólakvöld verða á Siglufirði fimmtudaginn 7. desember og á Ólafsfirði föstudaginn 8. desember. Á jólakvöldum í Fjallabyggð er lengri opnun hjá verslunar- og þjónustuaðilum og íbúum og gestum boðið upp á notalega jólastemningu.
Lesa meira
04.12.2023
Frábærar fjölmennar jólastundir voru á Siglufirði og Ólafsfirði um nýliðna helgi þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Ráðhústorginu og við Tjarnarborg.
Lesa meira
03.12.2023
Frábærir tónleikar hjá Karlakór Fjallabyggðar í fullsetinni Siglufjarðarkirkju nú um helgina ásamt Sölku kvennakór frá Dalvík og var sannkallaður jólaandi sem réði ríkjum á tónleikum kóranna.
Meðleikari var Hörður Ingi Kristjánsson og stjórnendur voru Edda Björk Jónsdóttir og Mathias Spoerry.
Lesa meira
01.12.2023
Skógarböðin bjóða félögum eldri borgara Fjallabyggðar frítt í böðin þriðjudaginn 12. desember milli kl. 10:00 og 14:00
Lesa meira
30.11.2023
Jólatónleikar Karlakórs Fjallabyggðar verða haldnir þann 2. desember 2023. Karlarnir fá til liðs við sig Kvennakórinn Sölku frá Dalvík og munu kórarnir syngja bæði saman og í sitthvoru lagi jólalög úr ýmsum áttum.
Lesa meira
29.11.2023
Á allra næstu dögum verður aðventu- og jóladagskrá dreift í hús í Fjallabyggð þar sem fram koma upplýsingar um helstu viðburði í bæjarfélaginu á komandi aðventu. Tilvalið er að varðveita dagatalið og hengja það upp. Dagskráin er einnig aðgengileg hér fyrir neðan til lestrar eða útprentunar.
Lesa meira
28.11.2023
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fór fram á fundi bæjarstjórnar í gær. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2024.
Lesa meira