Í málefnasamningi A- og D-lista kemur fram að á kjörtímabilinu muni sveitarfélagið setja á fót samráðshóp um framkvæmdaáætlun um hvernig staðið skuli að uppbyggingu mannvirkja til íþróttaiðkunar og útivistar í samráði við íbúa, hagsmunaaðila og íþróttahreyfinguna.
Auk þess kemur fram að framboðin séu sammála um að halda áfram stuðningi og samstarfi Fjallabyggðar við íþróttafélög og frjáls félagasamtök.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti formlega á fundi sínum þann 8. febrúar 2023 að stofna samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn í íþróttamálum í Fjallabyggð. Samráðshópurinn hefur nú lokið störfum og hefur stefna um framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð verið gefin út.
Samráðshópnum var m.a. ætlað að fjalla um:
- Stefnumótun til framtíðar um metnaðarfulla uppbyggingu fjölbreytts íþróttastarfs fyrir íbúa Fjallabyggðar á öllum aldri.
- Styrkjakerfi sveitarfélagsins til íþróttamála með tilliti til þess hvernig hægt sé að hvetja til sameiningar íþróttafélaga í sömu grein innan sveitarfélagsins.
- Framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunar innan húss og utan.
- Að ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins sé forgangsraðað á þann hátt að þeir nýtist fjöldanum.
Eftirtaldir aðilar voru tilnefndir í samráðshópinn f.h. bæjarstjórnar Fjallabyggðar: Tómas Atli Einarsson formaður, Guðjón M. Ólafsson varaformaður, Þorgeir Bjarnason, Sigríður Ingvarsdóttir sem stýrir stefnumótunarvinnunni og Ríkey Sigurbjörnsdóttir sem er jafnframt starfsmaður hópsins. Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir í samráðshópinn f.h. ÚÍF: Óskar Þórðarson, Dagný Finnsdóttir, Elsa Guðrún Jónsdóttir, Sigurgeir Haukur Ólafsson og Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson. Að auki voru aðrir hagsmunaaðilar íþróttamála í Fjallabyggð, starfsmenn, nefndir og ráð sveitarfélagsins kallaðir til samstarfs eftir þörfum s.s.
Fyrsti fundur samráðshópsins var haldinn þann 27. febrúar 2023
Bæjarstjórn þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf.
Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála