Markaðsstofa Norðurlands býður upp á súpufundi dagana 28.-30. nóvember, á Sauðárkróki, Akureyri og í Mývatnssveit.
Koma easyJet breytir þróun ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og skapar mikil tækifæri yfir vetrartímann. Hvað getur MN gert til að markaðssetja svæðið og hvar þurfum við standa betur saman til að tryggja áframhaldandi vöxt í fluginu?
Hittumst og ræðum málin varðandi flugið sem er framundan og tökum stöðuna varðandi sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar.
Við hvetjum öll til að koma og stilla saman strengi.
Tímasetningar:
- Sauðárkrókur, 28. nóvember
- Grána Bistro, 12:00-14:00. Súpan kostar 1950 kr.
- Akureyri, 29. nóvember
- Greifinn, 10:30-12:30. Súpa og salatbar kostar 2000 kr.
- Mývatnssveit, 30. nóvember
- Sel Hótel, 12:00-14:00. Kjötsúpa og súpa dagsins, kaffi, te og súkkulaði kostar 2500 kr.-
Smelltu hér til að skrá þig