06.12.2024
Nú er tækifærið til að taka þátt í Ratsjánni 2025, þróunarverkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu sem vilja efla getu sína og auka samkeppnishæfni í átt að sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu.
Lesa meira
02.12.2024
Vegna strengvæðingar gæti komið til rafmagnstruflana á norðanverðum Tröllaskaga þann 4. desember 2024 frá kl. 09:00 til kl. 18:00. Á meðan á framkvæmdum stendur verður svæðið keyrt á varaafli.
Lesa meira
29.11.2024
Við færum hátíðarhöldin sem halda átti í Ólafsfirði á morgun 30. nóvember vegna slæmrar veðurspár !
Ljósin verða tendruð á jólatrjánum sunnudaginn 1. desember í Ólafsfirði kl. 14:00 og á Siglufirði kl. 17:00. Jólamarkaður Tjarnarborgar verður einnig 1. desember frá kl. 13:00-16:00.
Lesa meira
27.11.2024
Grunnskóli Fjallabyggðar, Tjarnarstíg, auglýsir eftir öflugum og jákvæðum einstaklingi til að gegna 100% stöðu skólaliða frá 1. janúar 2025.
Lesa meira
27.11.2024
Á næstu dögum verður aðventu- og jóladagskrá dreift í hús í Fjallabyggð þar sem fram koma upplýsingar um helstu viðburði í bæjarfélaginu á komandi aðventu. Tilvalið er að varðveita dagatalið og hengja það upp. Dagskráin er einnig aðgengileg hér fyrir neðan til lestrar eða útprentunar.
Lesa meira
26.11.2024
250. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði þann 28. nóvember 2024 kl. 17:00.
Lesa meira
26.11.2024
Hraðbanki Arion banka á Ólafsfirði er bilaður og er verið að vinna í því að laga hann eins og fljótt og auðið er.
Lesa meira
22.11.2024
Vegna skipulagsdags í Grunnskóla Fjallabyggðar mánudaginn 25. nóvember nk. fellur fyrsta ferð skólarútu niður. Akstur verður að öðru leyti samkvæmt áætlun þann dag.
Lesa meira
22.11.2024
Kristín R. Trampe, handverkskona hefur hlotið nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2025.
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 21. nóvember 2024 að útnefna Kristínu R. Trampe sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2025.
Lesa meira