05.09.2024
Síldarkaffi býður heldri borgurum í Fjallabyggð til samverustunda í Salthúsinu alla föstudaga kl. 13:30.
Lesa meira
03.09.2024
Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhuguðu deiliskipulagsverkefni fyrir kirkjugarð við Brimnes í Ólafsfirði. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Kanon arkitektum fyrir Fjallabyggð, koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.
Lesa meira
03.09.2024
SSNE vinnur nýja Sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra í samráði við íbúa landshlutans. Haldnar verða 2 vinnustofur í Fjallabyggð, á Siglufirði og í Ólafsfirði. Íbúar eru hvattir til að skrá sig og koma þannig sínum skoðnum og hugmyndum á framfæri.
Lesa meira
03.09.2024
Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir, innsendar ábendingar, tillögur og eða erindi árið 2025.
Innsendingarfresti lýkur á miðnætti þriðjudaginn 24. september 2024. Einungis er hægt að sækja um rafrænt inn á "Þjónustugátt" á heimasíðu Fjallabyggðar.
Lesa meira
02.09.2024
Bæjarráð Fjallabyggðar f.h. bæjarstjórnar samþykkti 30. ágúst 2024 að heimila Norðurorku borun nýrrar vinnsluholu á Ósbrekkusvæðinu sunnan Ólafsfjarðar vegna niðurdráttar í núverandi vinnsluholum. Með nýrri vinnsluholu ætti hitaveituþörf þéttbýlisins að vera fullnægt.
Lesa meira
01.09.2024
Vakin er athygli á því að útivistartími barna og unglinga tók breytingum 1. september.
Lesa meira
29.08.2024
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra kom til Siglufjarðar í dag þar sem hann kynnti sér aðstæður og skoðaði afleiðingar hamfararúrkomu á Tröllaskaga síðast liðinn föstudag og laugardag, en óvissustigi almannavarna var lýst yfir á svæðinu og Siglufjarðarvegur var lokaður í marga daga vegna atburðarins.
Lesa meira
29.08.2024
Föstudaginn 30. ágúst verður áætlun skólabíls með breyttu sniði þar sem engin kennsla er í Grunnskóla Fjallabyggðar og MTR vegna skipulagsdags.
Lesa meira
29.08.2024
Fyrirtækið Memaxi, Hátindur 60+ og HSN-Fjallabyggð sóttu um styrk fyrir verkefnið: Skjáheimsóknir í dreifbýli sem framtíðarlausn í öldrunarþjónustu og hlaut verkefnið 7.500.000 kr. stryk.
Lesa meira
29.08.2024
Þann 18. september nk. munu Hátindur 60+ og Fjallabyggð bjóða sveitarfélögum, stofnunum og hverjum þeim sem hafa áhuga á velferðartæknilausnum að koma og kynnast lausnum sem styðja við sjálfstæða búsetu í heimahúsum. Einnig verða kynntar hugbúnaðarlausnir sem og lausnir sem nýtast stærri skipulagsheildum.Við hefjum dagskrá kl: 10:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði með örkynningum frá sýningaraðilum en að þeim loknum er hægt að eiga nánara samtal.
Lesa meira