Við kosningar til Alþingis sem fram fara laugardaginn 30. nóvember nk. er skipan í kjördeildir sem hér segir:
Siglufjörður: Ráðhús Fjallabyggðar, Gránugötu 24.
Ólafsfjörður: Menntaskólinn á Tröllaskaga, Ægisgötu 13
Kjörfundur mun hefjast kl. 10:00 og standa til kl. 22:00.
Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar hefur yfirumsjón með starfi undirkjörstjórna sem sjá um framkvæmd kosninga í Siglufirði og Ólafsfirði.
Kjósendur eru minntir á að hafa tiltæk persónuskilríki á kjörstað.
Viðmiðunardagur kjörskrár er klukkan 12 á hádegi 29. október. Viðmunardagur kjörskrár segir til um hvar kjósendur eru skráðir á kjörskrá og þá hvar þeir eiga að kjósa. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands.
Kjósendum er einnig bent vefinn https://kosning.is þar sem er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.