Grunnskóli Fjallabyggðar, Tjarnarstíg, auglýsir eftir öflugum og jákvæðum einstaklingi til að gegna 100% stöðu skólaliða frá 1. janúar 2025.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi þar sem mannleg samskipti við bæði börn og fullorðna eru í fyrirrúmi. Í skólahúsinu fer fram nám nemenda í 6.-10. bekk.
Helstu verkefni eru meðal annars:
- Almenn þrif í skólanum.
- Taka á móti nemendum að morgni.
- Sjá um gæslu í frímínútum, bæði úti og inni.
- Önnur tilfallandi verkefni í daglegu skólastarfi.
Vinnutími er frá kl. 8:00 – 16:00, alla virka daga.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsókn um starfið ásamt upplýsingum um fyrri störf og nafni meðmælanda skal skilað í tölvupósti til skólastjóra, Ásu Bjarkar Stefánsdóttur, á netfangið asabjork@fjallaskolar.is.
Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 464-9150 eða 695-9998.
Umsóknarfrestur er til og með 13. desember 2024.
Gildi Grunnskóla Fjallabyggðar eru: Kraftur – Sköpun – Lífsgleði