Tafir á sorphirðu í Fjallabyggð vegna veðurs

Vegna veðurs og færis má búast við einhverjum töfum á sorphirðu í vikunni.

Starfsfólk vinnur hörðum höndum að því að sinna sorphirðu, en færðin hefur gert verkið tímafrekara en venjulega. Íbúar eru enn og aftur eindregið hvattir til að moka frá sorptunnum til að tryggja að aðgengi sé gott svo að sorphirða gangi sem greiðast fyrir sig.

Tæknideild Fjallabyggðar og Íslenska gámafélagið