Fréttir

Dagur leikskólans í dag

Í dag 6. febrúar er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum Fjallabyggðar en dagurinn er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangurinn með deginum er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Lesa meira

Skólahreysti Grunnskóla Fjallabyggðar 2018

Hin árlega keppni í skólahreysti milli grunnskóla landsins er að fara af stað um þessar mundir. Í dag föstudaginn 2. febrúar fór fram tímtaka fyrir undankeppnina í íþróttahúsinu í Ólafsfirði.
Lesa meira

Söngkeppni Samfés á Norðurlandi 2018

NorðurOrg, undankeppni Söngkeppni Samfés á Norðurlandi, var haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 26. janúar sl. Fjórtán félagsmiðstöðvar tóku þátt í undankeppninni og komust fimm atriði áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Laugardalshöll í mars nk.
Lesa meira

Uppfærð frétt - Viðburðadagatal vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar 2018

Ertu að skipuleggja viðburð í Fjallabyggð á árinu 2018? Fjallabyggð mun gefa út dagatal í tengslum við 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar vegna viðburða í Fjallabyggð á árinu 2018.
Lesa meira

Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu

Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 4. feb. 2018 Næstkomandi sunnudag kl. 14.30 til 15.30 verður boðið í sunnudagskaffi með J Pasila. Hún mun kynna verk sín og spjalla við gesti. Að erindi loknu er boðið uppá kaffiveitingar og eru allir velkomnir.
Lesa meira

Jón B. K. Ransu opnar sýninguna Djöggl í Kopmunni

Laugardaginn 3. feb. 2018 kl.15.00 opnar Jón B. K. Ransu sýninguna Djöggl í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Á sýningunni Djöggl dregur Jón B. K. Ransu málaralist og fjölleika saman í samtal á ný þar sem hringformið spilar aðalhlutverk í rýmislistaverki í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Listaverk Ransu byggja öllu jafnan á endurskoðun listaverka eða liststefna sem skráð hafa verið í alþjóðlega listasögu. Sýningin Djöggl er engin undantekning á því en Ransu sækir þar í brunn mínimalisma sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og skoðar hið óhlutbundna nauma form í tengslum við athöfn eða gerning. Jón B. K. Ransu er myndlistarmaður menntaður í Hollandi á árunum 1990-1995. Þar af var hann í skiptinámi við NCAD (National College of Art and Design) í Dublín í eina aönn. Þá tók Ransu þátt í ISCP (International Studio and Curatorial Program) í New York árið 2006 og hlaut þá styrk úr sjóði The Krasner Pollock Foundation. Uppbyggingarsjóður, Fjallabyggð og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Börnin í Fjallabyggð sungu til sólarinnar

Kátur hópur nemenda úr Grunnskóla Fjallabyggðar og úr leikskólanum Leikskálum fjölmennti í kirkjutröppurnar á Siglufirði í hádeginu í dag og söng til sólarinnar.
Lesa meira

Skammdegishátíð 2018

Þann 26. janúar nk. mun Listhúsið í Ólafsfirði standa fyrir hinni árlegu Skammdegishátíð en hátíðin hefur verið haldin í Ólafsfirði síðastliðin ár. Um er að ræða uppákomur í Listhúsinu á tímabilinu 26. janúar til og með 4. febrúar 2018.
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar og afhending menningarstyrkja

Sturlaugur Kristjánsson tónlistarmaður var í gær fimmtudaginn 25. janúar útnefndur Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2018. Við athöfnina sem fram fór í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði voru einnig afhentir menningar- og rekstrarstyrkir til einstaklinga og félagasamtaka í Fjallabyggð fyrir árið 2018.
Lesa meira

Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í 11. skipti þriðjudaginn 6. febrúar 2018.
Lesa meira