Fréttir

Bæjarstjórn samþykkir íbúakosningu um fræðslustefnu Fjallabyggðar

Á 547. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar fari fram þann 14. apríl 2017. Kosið verður í tveimur kjördeildum, þ.e. Ráðhúsi Fjallabyggðar og í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga. Leitað var ráðgjafar Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem kom með tillögu að spurningu.
Lesa meira

Gildandi fræðslustefna - sömu námstækifæri í yngstu árgöngum

Gildandi fræðslustefna skapar aðstæður til sömu námstækifæra nemenda í yngstu árgöngum Eitt af markmiðum nýju fræðslustefnunnar er að bæta námsaðstæður nemenda þannig að grunnskólinn bjóði nemendum jöfn námstækifæri svo þeir nái sem bestum árangri miðað við eigin forsendur. Í ytra mati sem gert var haustið 2015 á Grunnskóla Fjallabyggðar var bent á að samræma þyrfti kennsluáætlanir barna innan hvers árgangs í yngri árgöngum.
Lesa meira

Viðburðir í Alþýðuhúsinu helgina 17. -18. mars

Helgina 17. – 18. mars verða tveir viðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Brák Jónsdóttir opnar sýningu í Kompunni 17. mars kl. 15.00 og Bergþór Morthens verður með kynningu á verkum sínum í Sunnudagskaffi með skapandi fólki 18. mars kl. 14.30.
Lesa meira

Tónlistarnám hluti af samfelldum skóladegi yngri nemenda

Eitt af markmiðum Fræðslustefnu Fjallabyggðar er að markvisst skuli unnið að því að auka samstarf við annað tómstundaframboð barna og ungmenna þannig að tónlistarnám geti verið hluti af samfelldum skóladegi. Með nýju fræðslustefnunni er mögulegt að starfrækja samþætt skóla- og frístundarstarf fyrir börn í 1.-4.bekk, svokallaða Frístund.
Lesa meira

157. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

157. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 15. mars 2018 kl. 17.00
Lesa meira

Nýtt frímerki í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar

Þann 26. apríl nk. mun Pósturinn, Frímerkjasalan gefa út nýtt frímerki í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Þetta kemur fram á vefsíðu frímerkjasölu Póstsins og í nýjasta tölublaði Frímerkjafrétta. Verðgildi frímerkisins innanlands er 180 krónur og hönnuður þess er Elsa Nielsen, grafískur hönnuður. Merkið verður gefið út í 70.000 eintökum og verða 10 frímerki í hverri örk.
Lesa meira

Samstarf Grunnskóla Fjallabyggðar og MTR hefur gengið vel og er í sókn

Samstarf Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga hefur tekið stakkaskiptum eftir að unglingadeildin flutti til Ólafsfjarðar.
Lesa meira

Hreyfing fyrir fólk á besta aldri

Hreyfing fyrir fólk á besta aldri var yfirskrift fræðsluerindis Sveins Torfasonar sjúkraþjálfara í Húsi eldri borgara síðastliðinn miðvikudag. Í erindinu fjallaði Sveinn meðal annars um mikilvægi hreyfingar, hjálpartæki og verki.
Lesa meira

Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar vinnur nú að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, sem staðfest var 21.1.2014. Breytingin mun taka til legu flutningslína raforku en ekki voru forsendur til þess að ganga frá legu þeirra þegar svæðisskipulagið var unnið. Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur verið tekin saman skipulags- og matslýsing þar sem gerð er grein fyrir áherslum, helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, skipulagskostum og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Lýsing er sett fram og kynnt í upphafi verks til þess að almenningur, umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar fái upplýsingar um fyrirhugaða skipulagsvinnu og geti sett fram sjónarmið, athugasemdir og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins.
Lesa meira

Kraftmikið starf í Leikskóla Fjallabyggðar í vetur

Í vetur hafa gildi og leiðarljós fræðslustefnunnar endurspeglast með markvissum hætti í starfi Leikskóla Fjallabyggðar. Leiðarljós fræðslustefnunnar er Kraftur – Sköpun - Lífsgleði
Lesa meira