Fréttir

Öskudagur

Kötturinn verður sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á morgun miðvikudag (öskudag), 14. febrúar, frá kl. 14:00 – 15:30. Sönghópurinn Fókus kemur og syngur nokkur lög.
Lesa meira

Skólaakstur í vetrarfríi - Öskudagur

Miðvikudaginn 14. febrúar nk. er skipulagsdagur í grunnskólanum og í kjölfarið fimmtudaginn 15. febrúar og föstudaginn 16. febrúar er vetrarleyfi. Þessa daga verður akstur skólarútu með eftirfarandi hætti:
Lesa meira

156. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 156. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 14. febrúar 2018 kl. 17.00
Lesa meira

Uppskerutónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga - Nótan

Þriðjudaginn 6. febrúar fóru fram uppskerutónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga í Víkurröst á Dalvík og hófust þeir kl. 17:00. Um var að ræða Nótuna en til þessara tónleika höfðu verið valdir nemendur til þátttöku. En undanfarin ár hafa nemendur unnið sér inn rétt til þátttöku í Nótunni með því að taka þátt í tónleikum í heimabyggð.
Lesa meira

Lubba vinna í leikskólanum

Leikskólinn í Fjallabyggð hefur unnið markvisst með Lubba námsefni í 1 ár. Námsefnið er hugsað til málörvunar og hljóðnáms fyrir börn á aldrinum eins til sjö ára.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 20. febrúar. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Verkefni í Fjallabyggð fengu styrki úr Uppbyggingarsjóði 2018

Þann 1. febrúar sl. úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 100 milljónum króna til 85 verkefna á sviðið menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Samtals bárust sjóðnum 133 umsóknir að upphæð 271 mkr.
Lesa meira

Super Troll Ski Race

Fjórða árið í röð blæs Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg, til leiks með glæsilegu fjallaskíðamóti Super Troll Ski Race dagana 11. - 13. maí nk. Að auki verður tveggja daga dagskrá þar sem skíða- og útvistarfólk getur notið alls þess sem Siglufjörður og Tröllaskagi hafa uppá að bjóða. Svæðið býr að stórbrotinni náttúru, auk fegurð fjalla og fjarða býður Sigló upp á óþrjótandi möguleika til afþreyingar. Frekari upplýsingar á www.stsr.is
Lesa meira

Fræðslufundir um netnotkun fyrir foreldra og nemendur í 4.-10. bekk

Miðvikudaginn 21. febrúar nk. verða haldnir fræðslufundir, um ábyrga netnotkun, fyrir nemendur í 4. - 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar. Foreldrafundur verður um kvöldið í Tjarnarborg. Fundirnir eru á vegum Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar. Ólína Freysteinsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur og SAFT fyrirlesari annast fræðsluna í samstarfi við Heimili og skóla, landssamtök foreldra.
Lesa meira

Til sölu

Til sölu Mercedes Benz 309D árg. 1985 ekinn 342 þ.km Sendibifreið.
Lesa meira