Verkefni í Fjallabyggð fengu styrki úr Uppbyggingarsjóði 2018

Mynd: Gaukur Hjartarson
Mynd: Gaukur Hjartarson

Þann 1. febrúar sl. úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 100 milljónum króna til 85 verkefna á sviðið menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Samtals bárust sjóðnum 133 umsóknir að upphæð 271 milljónum króna.

Sjö verkefni í Fjallabyggð hlutu styrki: Ljóðasetur Íslands, Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar og Þjóðlagahátíð. Norræna strandmenningarhátíðin, Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði og Super Troll Ski Race. Að auki fékk verkefnið Arctic Coast Way, Norðurstrandaleið styrk en það verkefni er hýst hjá Markaðsstofu Norðurlands og er samstarfsverkefni 17 sveitarfélaga og bæja 21 talsins. Fjallabyggð er aðili að verkefninu.

Sjóðurinn er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Hann er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.

Hægt er að lesa nánar um úthlutunina og sjá lista yfir styrkhafa áheimasíðu Eyþings.