24.01.2018
Um það bil 205 nemendur hófu nám í haust við Tónlistarskólann á Tröllaskaga. Starfsfólk kom til starfa 23. ágúst og kennsla hófst 29. ágúst.
Fimmtán tónlistarkennarar vinna nú við skólann í misjöfnum stöðugildum en alls eru stöðugildin 11,35 og þrír starfsmenn sjá um ræstingar í þremur byggðarkjörnum.
Lesa meira
24.01.2018
Með setningu laga nr. 127/2016 var lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins breytt og hafði sú lagabreyting áhrif á A-deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní 2017 sem kallaði á framlög launagreiðenda til A-deildar sjóðsins.
Lesa meira
24.01.2018
Kynningarfundur á starfsemi SÍMEY sem halda átti í dag, miðvikudaginn 24. janúar kl. 17:00– 19:00 á Siglufirði, nánar tiltekið í sal Einingar-Iðju hefur verið frestað.
Lesa meira
24.01.2018
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2018, Sturlaugur Kristjánsson, verður útnefndur á morgun fimmtudaginn 25. janúar. Athöfnin fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst hún kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2018.
Lesa meira
22.01.2018
155. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 24. janúar 2018 kl. 17.00
Lesa meira
19.01.2018
Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 604, 3. júlí 2017
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar nr. 604/2017 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018
Lesa meira
17.01.2018
Félagsþjónustan auglýsir eftir stuðningsfjölskyldum Félagsþjónustur Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar auglýsa eftir stuðningsfjölskyldum til þess að taka á móti barni á heimili sitt í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu og/eða styrkja stuðningsnet barns, eftir því sem við á. Um er að ræða úrræði veitt á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks og barnaverndarlaga.
Lesa meira
15.01.2018
Vegna veðurs hefur sorphirða verið stöðvuð í dag mánudaginn 15. janúar. Ef veður batnar verður losun hafin aftur á morgun og eru íbúar vinsamlega beðnir um að hreinsa frá sorptunnum ef mikill snjór hefur safnast við þær.
Lesa meira
12.01.2018
Áfram verður unnið að innleiðingu verkefnisins Heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð.
Tekin hefur verið ákvörðun um að stofna 5 manna stýrihóp fyrir verkefnið og unnið að formlegri umsókn um þátttöku í verkefninu.
Lesa meira