Félagsþjónustan auglýsir eftir stuðningsfjölskyldum

Félagsþjónustur Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar auglýsa eftir stuðningsfjölskyldum til þess að taka á móti barni á heimili sitt í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu og/eða styrkja stuðningsnet barns, eftir því sem við á. Um er að ræða úrræði veitt á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks og barnaverndarlaga.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla, færni og áhugi á starfi með börnum og unglingum.
  • Jákvætt viðhorf til barna og unglinga og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Vammleysi s.s. gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfi með börnum og unglingum.
  • Aðeins þeir sem eru 20 ára og eldri koma til greina.
  • Hreint sakavottorð.

Umsókn skal fylgja:

  • Heilbrigðisvottorð allra heimilismanna, 18 ára og eldri.
  • Heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá allra heimilismanna eldri en 15 ára (sérstakt eyðublað).
  • Yfirlit yfir starfsferil umsækjanda, menntun og reynslu af starfi með börnum.
  • Upplýsingar um önnur leyfi eða verkefni samkvæmt barnaverndarlögum og/eða lögum um málefni fatlaðs fólks ef við á.

Nánari upplýsingar gefa
Helga Helgadóttir, félagsþjónustu Fjallabyggðar í síma 464-9100
Þórhalla Karlsdóttir, félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar í síma 460-4900