Heilsueflandi samfélag

Áfram verður unnið að innleiðingu verkefnisins Heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð. Tekin hefur verið ákvörðun um að stofna 5 manna stýrihóp fyrir verkefnið og unnið að formlegri umsókn um þátttöku í verkefninu.

Í stýrihópnum munu eiga sæti fulltrúi frá heilsugæslunni, sameiginlegur einn fulltrúi frá leik- og grunnskóla. Þá verður einn fulltrúi eldri borgara í stýrihópnum og einn fulltrúi frá aðildarfélögum UÍF. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mun eiga sæti í stýrihópnum fyrir hönd Fjallabyggðar og stýra starfi hans.

Áætlað er að fyrsti fundur verði í lok þessa mánaðar.