Söngkeppni Samfés á Norðurlandi 2018

MTHJ Flippkisar. Mynd: Sigurður Ægisson
MTHJ Flippkisar. Mynd: Sigurður Ægisson

NorðurOrg, undankeppni Söngkeppni Samfés á Norðurlandi, var haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 26. janúar sl. 
Fjórtán félagsmiðstöðvar tóku þátt í undankeppninni og komust fimm atriði áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Laugardalshöll í mars nk.

Fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Neon í Fjallabyggð fór hljómsveitin MTHJ Flippkisar en hana skipa þeir Tryggvi Þorvaldsson, Júlíus Þorvaldsson, Mikael Sigurðsson og Hörður Ingi Kristjánsson. Þeir fluttu lag Hjálma, Leiðin okkar allra. Undirbúningur fyrir keppnina hefur verið mikill með dyggri aðstoð Guðmanns Sveinssonar tónlistarkennara og var atriði okkar manna gott og vandað. Að þessu sinni var félagsmiðstöðin Neon þó ekki á meðal þeirra fimm atriða sem fara áfram í lokakeppnina í Laugardalshöll í mars.