16.08.2018
Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þriðjudaginn 14. ágúst 2018 var samþykkt að ráða Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Erla hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri sérkennslu við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira
16.08.2018
Í vetur, líkt og á síðasta skólaári, verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13:35 - 14:35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu.
Lesa meira
16.08.2018
Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku laugardaginn 25. ágúst næstkomandi kl. 15:00-22:00. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli
Lesa meira
15.08.2018
Sunnudagskvöldið 19. ágúst mun fjöllistakonan Unnur Malín Sigurðardóttir skapa notalega stemmningu með söng, gítarleik og upplestri í Bjarnastofu Þjóðlagasetursins. Flutt verða fjölþjóðleg sönglög, flest frumsamin, en einnig fá nokkrar vel valdar ábreiður að fljóta með í bland. Til að brjóta upp tónaflóðið mun Unnur Malín að auki krydda efnisskrána með upplestri úr nokkrum vel völdum bókum. Upplesturinn samanstendur af léttum og stuttum köflum úr verkum Elísabetar Jökulsdóttur, Örlygs Sigurðssonar, föðurafa Unnar Malínar, og fleirri höfunda.
Lesa meira
13.08.2018
Á dögunum færði Foreldrafélag Leifturs í Ólafsfirði börnum í Fjallabyggð ærslabelg sem settur hefur verið upp er við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Lesa meira
13.08.2018
Undirbúningur skólastarfs Grunnskóla Fjallabyggðar stendur yfir. Skóladagatal skólaársins 2018-2019 er hér á vef skólans. Starfsmenn skólans undirbúa komu nemenda næstu daga.
Lesa meira
10.08.2018
Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu við skólabyrjun haustið 2018. Ritfangapakkinn er svipaður milli árganga og felur í sér skriffæri, stíla- og reikningsbækur, skæri, teygjumöppu, tréliti, reglustikur o.s.frv. eftir þörfum hvers árgangs. Það sem ekki er í ritfangapakkanum þurfa foreldrar að útvega.
Lesa meira
10.08.2018
Skóla- og frístundaakstur milli byggðakjarna verður eftirfarandi frá 13. ágúst fram að skólabyrjun. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði.
Lesa meira
08.08.2018
Vakin er athygli á að nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Veittir eru styrkir til markaðs- og þróunarverkefna annars vegar og ferðastyrkir hins vegar.
Lesa meira
02.08.2018
Harpa Björnsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði næstkomandi laugardag, 4. ágúst kl. 14.00. Sýningin nefnist „Mitt fley er lítið en lögur stór“, og fjallar um vægi manneskjunnar í hinu stóra samhengi. Á reginhafi og í mannhafi er hún svo óumræðilega lítil, en öðlast stærð, vægi og minni í gegnum verk sín og gjörðir, ástvini og elsku.
Harpa Björnsdóttir hefur starfað sem myndlistarmaður frá árinu 1983 og verið virk á vettvangi myndlistar og menningarmála. Hún hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í yfir 50 samsýningum, heima og erlendis.
Lesa meira