Undirbúningur skólaársins 2018-2019

Undirbúningur skólastarfs Grunnskóla Fjallabyggðar stendur nú yfir og eru starfsmenn skólans að undirbúa komu nemenda næstu daga. Skóladagatal skólaársins 2018-2019 er aðgengilegt á vef skólans

Skólasetning fer fram miðvikudaginn 22. ágúst nk., stundaskrár og ritföng verða afhent.
Nemendur 1. bekkjar mæta í boðuð viðtöl til umsjónarkennara. 
Nemendur í 2.-5. bekk mæta í skólahúsið á Siglufirði kl. 11:00. Skólabíll fer frá Ólafsfirði kl. 10:40 og til baka að lokinni skólasetningu.
Nemendur í 6.-10. bekk mæta kl. 13.00 í skólahúsið í Ólafsfirði. Skólabíll fer frá Siglufirði kl. 12:40 og til baka að lokinni skólasetningu.

Frístund
Nemendum í 1.-4. bekk stendur til boða að sækja Frístund að loknum skóladegi kl. 13:35-14:30. Frístund er tómstundastarf skipulagt af Fjallabyggð í samstarfi við tónlistarskóla, grunnskóla og íþróttafélög. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og skráningar verða sendar í næstu viku í tölvupósti.

Lengd viðvera
Nemendur í 1.-3. bekk hafa möguleika á að sækja lengda viðveru kl. 14.30-16.00. Fyrir þá gæslu greiða foreldrar skv. gjaldskrá. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og skráningar verða sendar í næstu viku.