Fréttir

Fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands

Bók og sumarkort Nú er bókin North Iceland Official Tourist Guide komin út, en búið er að dreifa henni á allar opinberar upplýsingamiðstöðvar á Norðurlandi. Samstarfsfyrirtæki okkar geta farið þangað og fengið bækur til að dreifa hjá sér.
Lesa meira

Undirskrift samnings um Heilsueflandi samfélag

Mánudaginn 11. júní sl. var samningur milli Fjallabyggðar og Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag undirritaður. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar og Alma D. Möller landlæknir undirritaði fyrir hönd Embætti landlæknis.
Lesa meira

164. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 164. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg 13. júní 2018 kl. 17:00
Lesa meira

Knattspyrnuskóli KF sumarið 2018

Knattspyrnuskóli KF hefst mánudaginn 11. júní og lýkur fimmtudaginn 10. ágúst. Knattspyrnuskólinn mun verða aðeins öðruvísi en undanfarin ár, þar sem í ár verður megináhersla lögð á knattspyrnu en aðrar íþróttir og leikir verða einnig á námskeiðinu. Í grunninn mun skólinn vera þannig að hann hefst kl 13:00 alla virka daga vikunnar og lýkur kl 15:45 (leiðbeinendur munu þó vera til kl 16:00 eða uns börn eru sótt).
Lesa meira

Vinnuskóli Fjallabyggðar 2018

Þeir nemendur sem hafa skráð sig til vinnu í Vinnuskóla Fjallabyggðar eiga að mæta þann 11. júní nk. kl. 08:30 á eftirfarandi stöðum: á Siglufirði; í þjónustumiðstöðina í Ólafsfirði; við aðstöðu þjónustumiðstöðvar við Námuveg
Lesa meira

Skólaslit hjá 1.-9 bekk Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóla Fjallabyggðar verður slitið þriðjudaginn 5. júní og eru tímasetningar sem hér segir: Kl. 11:00 í Íþróttahúsinu Ólafsfirði, fyrir nemendur í 6.-9. bekk Kl. 13:00 í íþróttasalnum Norðurgötu Siglufirði, fyrir nemendur 1.-5. bekk
Lesa meira

163. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 163. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 6. júní 2018 kl. 17:00
Lesa meira

Kompan, Alþýðuhúsið á Siglufirði; Helgi Þorgils Friðjónsson

Laugardaginn 9. júní kl. 14.00 opnar Helgi Þorgils Friðjónsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin ber yfirskriftina Uppstilling með speglum og er að mestu ný verk unnin með Kompuna í huga. Sýning Helga stendur til 24. júní og er opin daglega kl. 14.00 – 17.00.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði verður lokuð fram eftir viku

Vegna lagfæringa verður Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði lokuð frá Sjómannadegi og fram eftir viku. Líkamsræktin verður opnuð í fyrramálið 6. júní kl. 07:00.
Lesa meira

Sundnámskeið á Siglufirði árgangar 2012-2014

Sundnámskeið fyrir krakka fædd 2012-2014 11.-22. júní í Sundhöll Siglufjarðar Námskeiðsgjaldið er 10.000.-
Lesa meira