Fréttir

Úrslit í Menningarminjakeppni grunnskólanna og European Heritage Makers Week

Í vor stóð Minjastofnun Íslands fyrir Menningarminjakeppni grunnskólanna í tilefni af Menningararfsári Evrópu 2018. Menningarminjakeppnin er hluti af stærri viðburði Evrópuráðsins, European Heritage Makers Week. Í Menningarminjakeppnina bárust sjö verkefni frá tveimur skólum: Grunnskólanum á Drangsnesi og Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Íbúðarsvæði við Aðalgötu og Ólafsveg í Ólafsfirði Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti þann 26.júní sl. tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 samkvæmt 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að Aðalgata 15 og Ólafsvegur 3 verði skilgreint sem íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir þjónustustofnanir. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 17.maí 2018.
Lesa meira

Strandmenningarhátíð á Siglufirði

Dagana 4. – 8. júlí 2018 fer fram Norræn Strandmenningarhátíð á Siglufirði. Um er að ræða sjöundu strandmenningarhátíðina en sú fyrsta fór fram á Húsavík árið 2011. Síðan þá hefur hátíðin verið haldin í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Álandseyjum og Færeyjum.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Fjöllistahópurinn Melodic Objects

Sunnudaginn 22. júlí nk. kl. 15.00 verður fjöllistahópurinn Melodic Objects með sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin er fyrir fólk á öllum aldri og eru allir velkomnir.
Lesa meira

Sýningaropnun í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Miðvikudaginn 4. júlí kl. 14.00 opnar Freyja Eilíf sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. "Listaverk um ferðalög út úr mannslíkamanum inn í aðra heima"
Lesa meira

Sýningaropnun - Afskekkt í sýningarrými Seguls 67

Miðvikudaginn 4. júlí kl. 18.00 – 21.00 opnar sýningin Afskekkt í sýningarrými Seguls 67 á Siglufirði. Sýningin er opin daglega kl. 14.00 – 18.00 á Strandmenningarhátíðinni til 8. júlí.
Lesa meira

Aldrei fleiri lóðum úthlutað í Ólafsfirði

Aldrei fleiri lóðum úthlutað í Ólafsfirði Skipulags- og umhverfisnefnd hefur á fundi sínum þann 20 júní sl. samþykkt úthlutun fimm lóða á Flæðunum í Ólafisfirði. Mikil eftirspurn var eftir lóðunum en langt er síðan viðlíka úthlutun hefur átt sér stað í Fjallabyggð.
Lesa meira

17. júní í Fjallabyggð

17. júní hátíðarhöld í Fjallabyggð fóru fram við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju kl. 11.00 og við Tjarrnarborg í Ólafsfirði kl. 14.00. Við minnisvarða sr. Bjarna flutti forseti bæjarstjórnar Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir hátíðarávarp, nýstúdentinn Haukur Orri Kristjánsson lagði blómsveig að minnisvarðanum og Kirkjukór Siglufjarðarkirkju flutti tvö lög.
Lesa meira

Garðsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Fjallabyggð

Garðsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Fjallabyggð. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykk að bjóða upp á garðslátt á vegum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar fyrir örorku- og ellilífeyrisþega með lögheimili í bæjarfélaginu. Gjald fyrir hvern slátt er 7.000, kr- á lóð undir 150m2 og 12.000, kr- á lóð yfir 150m2
Lesa meira

Frístundaakstur sumarið 2018

Frá og með 11. júní tekur við frístundaakstur milli byggðarkjarnanna. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og Vallarhúsinu Ólafsfirði.
Lesa meira