Ærslabelgur í Ólafsfirði, góð gjöf frá Foreldrafélagi Leifturs

Á dögunum færði Foreldrafélag Leifturs í Ólafsfirði börnum í Fjallabyggð ærslabelg sem settur hefur verið upp er við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Foreldrafélag Leiftur í Ólafsfirði hefur í nokkur ár unnið að því að styrkja börnin í íþróttum sem og íþróttafélög í Ólafsfirði en félagið hefur unnið sér inn pening með útburði á dagskrá og blöðum með sjálfboðaliðastarfi foreldra.
Stjórn félagsins er að hætta og taldi þeim peningum sem félagið á vel varið við kaup á ærslabelg og um leið stuðla að heilsueflandi leikaðstöðu fyrir börnin í Fjallabyggð. Foreldrafélagið sótti um styrk til Fjallabyggðar sem tók vel í erindið og styrkti verkefnið til helminga ásamt því að koma ærslabelgnum fyrir.

Þakkar Fjallabyggð fyrir frábært framtak og höfðinglega gjöf Foreldrafélagsins.