Frístund í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2018-2019

Í vetur, líkt og á síðasta skólaári, verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13:35 - 14:35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir.

Póstur verður sendur til allra foreldra- og forráðamanna nemenda með aðgangi að skráningarslóð þar sem nemendur eru skráðir með rafrænum hætti.

Síðasti skráningardagur er SUNNUDAGINN 19. ÁGÚST. Mjög mikilvægt er að skráningu sé lokið þá svo skipulag og hópaskipting sé klár á fyrsta skóladegi. Frístund hefst 23. ágúst.

Ef foreldrar lenda í vandræðum með skráningu má hafa samband við Hólmfríði skólaritara í síma 464 9150 eða gegnum netfangið ritari@fjallaskolar.is

Einnig veita Jónína Magnúsdóttir skólastjóri jonina@fjallaskolar.is og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála rikey@fjallabyggd.is upplýsingar ef þörf er á.

Aksturstafla skólabíls er sett saman með starf Frístundar í huga þannig að rútuferð er strax að lokinni kennslu fyrir þá nemendur sem ekki nýta Frístund og strax að lokinni Frístund fyrir þá nemendur sem ekki fara í Lengda viðveru.

Frístund er gjaldfrjáls en greitt er fyrir æfingar hjá íþróttafélögum og/eða fyrir einkatíma (söng- eða hljóðfæranám) hjá tónlistarskólanum.

Athugið að hægt er að nýta frístundakort ef þau hafa ekki þegar verið nýtt á þessu ári.

Valmöguleikar í Frístund.

Hér má sjá lýsingu á viðfangsefnum í Frístund.