23.01.2009
Hin árlega söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Norðurlandi (frá Hvammstanga og austur á Langanes) fer fram á Hvammstanga í dag, föstudaginn 23. janúar. Að þessu sinni eru það 16 atriði sem taka þátt, og af þeim komast fimm áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Reykjavík 21. febrúar.Hver félagsmiðstöð sendir eitt atriði í keppnina og því eigum við í Fjallabyggð tvo fulltrúa í keppninni í dag.
Lesa meira
22.01.2009
Eins og flestir hér vita hefur Vegagerðin er hætt snjómokstri á svokölluðum g-leiðum, sem Lágheiðin tilheyrir, vegna um sjö hundruð milljóna króna halla á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Á fundi sameiningarnefndar Fjallabyggðar mánudaginn 12. janúar sl. samþykkti nefndin eftirfarandi ályktun um málið: "Sameiningarnefnd Fjallabyggðar skorar á samgönguráðherra og Vegagerðina að endurskoða reglur um snjómokstur á Lágheiði til að tryggja eðlilegar samgöngur í sveitarfélaginu þar til framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng lýkur."
Lágheiðin er nú ófær og því þarf keyra hátt í 250 kílómetra leið til að komast milli vestur- og austurbæjar.
Lesa meira
15.01.2009
Skólhreystikeppnin hjá Grunnskóla Ólafsfjarðar verður þriðjudaginn 20.janúar kl. 16.
Um er að ræða forkeppni og allir sem eru í skólahreystivali mega keppa, en auk þess þeir fjórir bestu í hverjum bekk frá 6. bekk og upp úr.
Lesa meira
15.01.2009
Ólafsfirðingnum Gunnlaugu Helgu Ásgeirsdóttur hefur verið boðin þátttaka í frjálsíþróttamótinu Reykjavík International. En það er sterkt alþjóðlegt mót þar sem sterkustu keppendum landsins er boðið að taka þátt.
Lesa meira
13.01.2009
Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og iðnaðarráðneytisins við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Lesa meira
08.01.2009
Ályktun frá 119. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar 8. janúar 2009 um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir vanþóknun sinni á þeim niðurskurði sem yfirvöld hafa boðað á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og Heilsugæslustöð Ólafsfjarðar.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þær einhliða skipulagsbreytingar sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt og óskar eftir viðræðum sem fyrst vegna sameiningar heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.
Lesa meira
06.01.2009
Fundur verður haldinn um staðbundna matarmenningu og matvælaframleiðslu í Fjallabyggð. Matvælaframleiðendur, eigendur veitingastaða og
áhugafólk um staðbundna matarmenningu er boðið til fundar um málefnið.
Lesa meira
06.01.2009
Í gær, mánudaginn 5. janúar færði Kristján H. Jónsson fyrrverandi forstöðumaður Hornbrekku heimilinu málverkið Vor að gjöf. Kristján var forstöðumaður Hornbrekku frá stofnun 1982 til 1998.
Verkið er eftir Ólafsfirðinginn Freyju Dönu, sem nýlega hélt málverkasýningu í Ólafsfirð og er unnið með hliðsjón af ljósmyndum frá vorinu 1961 og er af Pálínu Jóhannsdóttur í garðinum við Syðstabæ, Ólafsfirði.
Lesa meira
06.01.2009
Fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann frá klængshóli í Skíðadal hefur sett í loftið nýja heimasíðu fyrir fjallaleiðsögufyrirtækið sitt Bergmenn - Fjallaleiðsögumenn. Þarna er samankomið eitt besta safn ljósmynda og efnis um fjallamennsku hverskonar á Íslandi og Tröllaskaganum en þó með sérstakri áherslu á fjallaskíðaferðir, þyrluskíðun, ísklifur og Alpaferðir.
Lesa meira