Fréttir

Sýndu hvað í þér býr!

Námskeið í félagsmálafræðslu á Siglufirði 14. janúar. Námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið í íþróttamiðstöðinni Hóli 14.janúar. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur til 22:00. Námskeiðsgjald er 5000 krónur.
Lesa meira

Flugeldasölur Björgunarsveitanna opnar í dag

Flugeldasölur Björgunarsveitanna eru opnar í dag. Bent er á að samkvæmt lögum er notkun flugelda einungis heimil frá 28. desember til 6. janúar ár hvert. Því er um að gera að kveðja jólin í kvöld og styrkja um leið gott málefni.
Lesa meira

Ert þú með verkefni? - Kynning á norrænu menningarstarfi og norrænum menningarsjóðum

Menningarráð Eyþings í samstarfi við menntamálaráðuneytið, Norræna húsið, Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri og Hvalasafnið á Húsavík boða til kynningarfundar um norrænt samstarf og norræna menningarsjóði.Fundurinn verður haldinn í Hvalasafninu á Húsavík föstudaginn 9. janúar  kl. 10.30 – 14.30
Lesa meira