06.02.2009
Formleg opnunarhátíð á Listasafni Fjallabyggðar í Ráðhúsinu á Siglufirði var í gær kl. 20:00. Boðið var uppá listfræðilega leiðsögn og léttar veitingar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur setti sýninguna upp.
Lesa meira
06.02.2009
Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með verkefninu er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla og mikilvæga starfi sem þar fer fram, hvetja til aukinnar umræðu um leikskólastarf og gera það sýnilegra.
Lesa meira
05.02.2009
35. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 10. febrúar 2009 kl. 17.00.
Lesa meira
03.02.2009
Formleg opnunarhátíð fyrir alla íbúa sveitarfélagsins verður á Listasafni Fjallabyggðar í Ráðhúsinu á Siglufirði 5. febrúar kl. 20:00. Listfræðileg leiðsögn verður um sýninguna sem Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur setti upp.
Léttar veitingar í boði.
Þá verður boðið upp á listfræðilega leiðsögn dagana 6., 7. og 8. febrúar frá kl. 15-17.
Lesa meira
03.02.2009
Í dag hefst lífshlaupið sem ÍSÍ stendur fyrir. Um er að ræða landskeppni í hreyfingu. Nánar á www.lifshlaupid.is
Lesa meira
30.01.2009
Hámarkshraði í Ólafsfirði er nú 35 km. á klst. Í október sl. lagði Skipulags- og umhverfisnefnd til að hámarkshraði ökutækja innan bæjarfélaganna yrði samræmdur og hraðinn í Ólafsfirði lækkaður í 35 km. á klst. í samræmi við hraðann á Siglufirði. Á fundi sínum þann 9. desember samþykkt bæjarstjórn þessa tilskipan. Nú hefur þessi breyting verið auglýst í Lögbirtingablaðinu og skiltin verið sett upp.
Það er því vissara fyrir ökumenn innan Ólafsfjarðar að draga úr hraðanum vilji þeir ekki gerast brotlegir við lög.
Lesa meira
29.01.2009
Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2009 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar mánudaginn 26. janúar. Fjárhagsáætlunin einkennist af ströngu aðhaldi, en inniheldur þó framkvæmdaliði upp á tæplega 118 mkr. Sérstaklega var hugsað til þess að velja framkvæmdaliði sem væru mannfrekir, til eflingar atvinnulífs sveitarfélagsins.
Lesa meira
29.01.2009
Nú nýverið afgreiddi Sigurjón Magnússon ehf. nýja og vel búna Scania slökkvibifreið til slökkviliðsins í Grindavík. Bifreiðin er búin rúmgóðu áhafnarhúsi með reykköfunarstólum og rúmmikilli yfirbyggingu með tank og dælubúnaði.
Lesa meira
29.01.2009
Fjallabyggð hefur í samstarfi við aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu látið moka Lágheiðina. Lágheiðin er því opin og munu starfsmenn sveitarfélagsins og aðrir hagsmunaðilar því stytta akstur sinn á milli byggðalaga til muna.
Lesa meira
26.01.2009
Eins og fram hefur komið hjá okkur sendu félagsmiðstöðvarnar í Fjallabyggð þáttakendur í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi sem haldin var á Hvammstanga sl. föstudag. Einungis fimm félagsmiðstöðvar komust áfram í þeirri keppni og var Æskó (Siglufirði) í þeim hópi.
Lesa meira