Opnunarhátíð á Listasafni Fjallabyggðar 5. febrúar 2009

Formleg opnunarhátíð fyrir alla íbúa sveitarfélagsins verður á Listasafni Fjallabyggðar í Ráðhúsinu á Siglufirði 5. febrúar kl. 20:00. Listfræðileg leiðsögn verður um sýninguna sem Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur setti upp. Léttar veitingar í boði. Þá verður boðið upp á listfræðilega leiðsögn dagana 6., 7. og 8. febrúar frá kl. 15-17.  Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að koma og sjá tímamótaverk í íslenskri myndlist og listasögu 20. aldarinnar eftir frægustu listamenn þjóðarinnar s.s. Kjarval, Þorvald Skúla, Nínu Tryggva, Svavar Guðna, Jón Engilberts, Kristján Davíðs, Erró o.fl.

Menningarnefnd Fjallabyggðar