Ólafsfirðingi boðin þátttaka í Reykjavík international

Ólafsfirðingnum Gunnlaugu Helgu Ásgeirsdóttur hefur verið boðin þátttaka í frjálsíþróttamótinu Reykjavík International. En það er sterkt alþjóðlegt mót þar sem sterkustu keppendum landsins er boðið að taka þátt. UMSE sendir tvo keppendur á þessa leika,  

Steinunn Erla Daviðsdóttir Smáranum sem er á meðal 15 kvenna sem boðið var að taka þátt í 60m hlaupi og þýðir þetta að hún er á meðal þeirra bestu á Íslandi í kvennaflokki á þessari stundu. Steinunn sem er einungis 15 ára keppir í B-riðli í 60m og er með 4. besta tímann inn í þann riðil. 

Hinn keppandinn, eins og fyrr segir er Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir Ólafsfirði og keppir hún í hástökki kvenna. Gunnlaug á best 1,56m og er hún staðráðinn í því að vera við sitt besta á þessu móti. Gunnlaug er einungis á 14. ári og er þetta mikill heiður fyrir hana. Gulla keppir í hástökki ásamt 7 öðrum konum klukkan 16:00 á sunnudag.

Reykjavík International er sterkt alþjóðlegt mót þar sem sterkustu keppendum landsins er boðið að taka þátt. Að þessu sinni koma 18 erlendir keppendur á Reykjavik International Games, á sunnudaginn.

nánar um leikana á www.fri.is