Bergmenn - Fjallaleiðsögumenn

Fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann frá klængshóli í Skíðadal hefur sett í loftið nýja heimasíðu fyrir fjallaleiðsögufyrirtækið sitt Bergmenn - Fjallaleiðsögumenn. Þarna er samankomið eitt besta safn ljósmynda og efnis um fjallamennsku hverskonar á Íslandi og Tröllaskaganum en þó með sérstakri áherslu á fjallaskíðaferðir, þyrluskíðun, ísklifur og Alpaferðir.

Jökull býður uppá magnað úrval ferða á Íslandi sem og sérsniðnar Alpa ferðir fyrir Íslendinga, en hann er eini Íslendingurinn sem hefur starfsréttindi í Evrópsku Ölpunum. Jökull náði þeim merka áfanga á þessu ári að verða fyrsti Íslendingurinn til að útskrifast með hina gríðarlega virtu alþjóðlegu UIAGM-IFMGA Fjallaleiðsögumanna gráðu.
Heimasíðan er  www.bergmenn.com