Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði berst málverk að gjöf

Í gær, mánudaginn 5. janúar færði Kristján H. Jónsson fyrrverandi forstöðumaður Hornbrekku heimilinu málverkið Vor að gjöf. Kristján var forstöðumaður Hornbrekku frá stofnun 1982 til 1998. Verkið er eftir Ólafsfirðinginn Freyju Dönu, sem nýlega hélt málverkasýningu í Ólafsfirð og  er unnið með hliðsjón af ljósmyndum frá vorinu 1961 og er af Pálínu Jóhannsdóttur í garðinum við Syðstabæ, Ólafsfirði.   Pálína var einn af fyrstu íbúum Hornbrekku sem fluttust þangað  30. apríl,  1982. Verkinu var valinn veglegur sess þar sem vistmenn geta notið þess. Rúnar Guðlaugsson forstöðumaður veitti verkinu viðtöku fyrir hönd Hornbrekku.