Lagt fram fréttabréf hag- og upplýsingasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga er varðar Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2015.
Þar kemur fram að í sveitarstjórnarlögum nr. 139/2011 er kveðið á um þann ramma sem unnið skal eftir við undirbúning og afgreiðslu á fjárhagsáætlun sveitarfélaga.
Lögð er áhersla á að áætlanir gefi glögga mynd af rekstri sveitarfélagsins, efnahag þess og breytingum á handbæru fé.
Sambandið hefur nú tekið saman forsendur fyrir næsta ár.
Almennar forsendur.
1.a. Verðbólga miðast við um 1.9%.
1.b. Atvinnuleysi verði um 3.5%.
1.c. Gengismál miðist við að gengi krónunnar verði stöðugt.
Önnur almenn atriði.
2.a. Hagvöxtur miðast við 3.4% á árinu 2015.
2.b. Samneysla og einkaneysla eiga að aukast frá því sem gert var ráð fyrir á árinu 2014.
2.c. Fjárfestingar munu aukast að mati greiningardeildar og miða þeir við 15.7% á árinu 2015.
1.d. Vaxtamál taki mið af stýrivöxtum um 6%.
Einnig ber að skoða almenna þróun samfélagsins.
Þróun útsvarstekna.
Þróun á fasteignamati, en nýtt fasteignamat tekur gildi 31. desember 2014 og gildir fyrir árið 2015.
Launakostnaður sveitarfélagsins, hafa ber í huga magnbreytingar og áhrif kjarasamninga.
Vert er að huga að launaskriði m.a. vegna endurmenntunar, námskeiða og starfsaldurshækkana. Reikna skal með 0.5% á ári að jafnaði.
Greiðslur úr Jöfnunarsjóði.
Útgjaldaþróun.
Áætlaðar fjárfestingar.
Bæjarráð telur rétt að bæjarstjóri og deildarstjórar ásamt forstöðumönnum hefji undirbúning á gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 - 2018.
Vinnuáætlun verði lögð fram til samþykktar á fundi bæjarstjórnar í september.
Allir aðalfulltrúar voru þá mættir að undanskildum Sólrúnu Júlíusdóttur, B-lista sem boðaði forföll og í hennar stað mætti Jón Valgeir Baldursson.
Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp tillögu um að við dagskrá fundarins bættist
"Síðari umræða um breytingar á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar - Atvinnumál."
Bæjarstjórn samþykkti tillögu samhljóða.
S. Guðrún Hauksdóttir óskaði eftir því að taka til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu ásamt Helgu Helgadóttur.
"11. gr.
Tilkynning til íbúa um fundi bæjarstjórnar.
Í upphafi kjörtímabils bæjarstjórnar tekur bæjarstjórn ákvörðun um hvar og hvenær bæjarstjórnarfundir eru haldnir, sbr. 8. gr. samþykktar þessarar og skal sú ákvörðun kynnt íbúum bæjarfélagsins með tryggum hætti.
Íbúum bæjarfélagsins skal kynnt með auglýsingu á vefsíðu Fjallabyggðar um fyrirhugaða fundi bæjarstjórnar ásamt dagskrá, innan sömu tímafresta og við á um bæjarfulltrúa enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi".
Í 15.grein sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011 segir einnig:
"Íbúum sveitarfélags skal kunngert með opinberri auglýsingu hvar og hvenær sveitarstjórn heldur fundi. Einnig skal sveitarstjórn birta opinberlega innan sömu tímafresta og við á um sveitarstjórnarmenn fundarboð og dagskrá fundar, enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Auglýsing á vefsíðu sveitarfélags telst fullnægjandi."
Nú er ljóst að þessi fundur var ekki auglýstur á heimasíðu Fjallabyggðar og því ljóst að íbúar Fjallabyggðar hafa almennt ekki vitneskju um að þessi fundur er haldinn eða hver dagskrá fundarins er. Þetta er skýrt brot á bæði samþykktum Fjallabyggðar og sveitarstjórnarlögum.
Það er einn af hornsteinum íbúalýðræðis að fundir bæjarstjórna skuli vera opnir öllum og að íbúar hafi aðgang að dagskrá funda með eðlilegum fyrirvara eins og kveðið er á í lögum. Teljum við því að vafi leiki á lögmæti þessa fundar og leggjum til að honum verði frestað þar til hann hefur verið auglýstur samkvæmt settum reglum."
S.Guðrún Hauksdóttir.
Helga Helgadóttir.
Í ljósi tillögunnar og til að taka af allan vafa um lögmæti fundarins og afgreiðslu mála ákvað meirihlutinn að fresta fundi og boðaði forseti til fundar n.k. mánudag 18. ágúst kl. 17:00 í Tjarnarborg.
Í forföllum forseta bæjarstjórnar Magnúsar S. Jónassonar setti varaforseti Steinunn María Sveinsdóttir fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Ný tímasetning fundar hafði verið auglýst á vef sveitarfélagsins 14. ágúst s.l. og taldi varaforseti löglega til fundarins boðað.
Allir aðalfulltrúar voru mættir á framhaldsfund að undanskildum Magnúsi S. Jónassyni og Sólrúnu Júlíusdóttur.
Í þeirra stað mættu Ríkharður Hólm Sigurðsson, F- lista og
Jóna Valgeir Baldursson, B-lista.
Til máls tók Kristinn Kristjánsson.
Í ljósi þess að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð lögðu fram tilllögu sem dróg í vafa lögmæti fundar nr. 105, þann 13. ágúst sl. leggur meirihlutinn fram eftirfarandi bókun:
"Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar harmar þau mistök sem áttu sér stað í stjórnsýslu Fjallabyggðar er láðist að auglýsa síðasta fund bæjarstjórnar á heimasíðu sveitarfélagsins eins og lög og samþykktir gera ráð fyrir.
Jafnframt átelur meirihluti bæjarstjórnar bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna fyrir óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð í aðdraganda síðasta fundar. Af tillögunni má ráða að þeim hafi verið fullljóst fyrir fundinn að ekki hafi verið formlega rétt boðað til fundarins. Þrátt fyrir það upplýstu þeir ekki um vitneskju sína fyrr en fundur hafði verið settur og forseti borið upp tillögur að breytingum á dagskrá sem allir bæjarfulltrúar samþykktu, þar á meðal báðir bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna. Þeim sem kjörnum fulltrúum ber að koma fram af háttvísi í sínum störfum samkvæmt 4. gr. siðareglna fyrir kjörna fulltrúa Fjallabyggðar en ljóst er að bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna virtu það að vettugi í þeim eina tilgangi að fella ómerkilegar pólítískar keilur"
Steinunn María Sveinsdóttir.
Kristinn Kristjánsson.
Kristjana R. Sveinsdóttir.
Ríkharður Hólm Sigurðsson.
Til máls tóku Helga Helgadóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.