Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
Málsnúmer 1407010F
Vakta málsnúmer
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir markaðs- og menningarnefnd.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að fundir verði að jafnaði haldnir fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17:00.
Fundarritari sé að jafnaði deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.
Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
Bæjarráð samþykkti á 349. fundi sínum 29. júlí s.l. að menningarstefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt. Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Ábendingum nefndar- og embættismanna er vísað til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
Á 343. fundi bæjarráðs 10.6 s.l. var lögð fram umsókn Aðalheiðar Eysteinsdóttur um styrk til að mæta innheimtu fasteignagjalda af Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Til stuðnings umsókn var samantekt yfir menningardagskrá og notkun á Alþýðuhúsinu ásamt kostnaði við viðburði og framlag listamannsins frá 2012 til 2014.
Bæjarráð samþykkti styrk á móti fasteignaskatti ársins í samræmi við reglur bæjarfélagsins og vísaði jafnframt málinu til frekari skoðunar í markaðs- og menningarnefnd.
Markaðs- og menningarnefnd fagnar og þakkar fyrir þá fjölbreyttu listviðburði sem Aðalheiður hefur staðið fyrir í Alþýðuhúsinu að undanförnu og hvetur listamanninn til að leggja inn umsókn um frekari stuðning við starfsemina, þegar bæjarfélagið auglýsir eftir styrkjum nú í haust vegna fjárhagsáætlunargerðar 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
Á fund nefndarinnar mætti forstöðumaður Tjarnarborgar,
Anna María Guðlaugsdóttir og kynnti menningarhúsið fyrir nefndarmönnum og fór yfir innsent viðhaldsbréf, dagsett 31. júlí 2014.
Markaðs- og menningarnefnd leggur áherslu á að viðhaldsfé verði aukið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
Nefndin skoðaði aðstæður í Ólafsvegi 4 Ólafsfirði, þar sem verið er að opna bókasafn síðar í mánuðinum.
Forstöðumaður bóksafns Fjallabyggðar Hrönn Hafþórsdóttir tók á móti nefndarmönnum og kynnti stofnunina.
Bókun fundar
Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
Lagt fram til kynningar kostnaðaryfirlit frá Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði sem kom að skemmtidagskrá 17. júní hátíðarhaldanna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar frá 31. júlí 2014.
Bókun fundar
<DIV>Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.<BR>Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
Rekstraryfirlit fyrstu sex mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir menningarmál er 32,3 millj. kr. sem er 94% af áætlun tímabilsins sem var 34,3 millj. kr.
Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 4,7 millj. kr. sem er 76% af áætlun tímabilsins sem var 6,2 millj. kr
Bókun fundar
Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.