Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 01.04.2014

Viðaukar fyrir árið 2014 lagðir fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þeirra til bæjarstjórnarfundar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 09.04.2014

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðaukatillögu.

Í tillögu 1 að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir jákvæðri breytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 3.146.000. Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 95.058.000 í stað 91.912.000.
Gert er ráð fyrir aukinni fjárhæð til framkvæmda og fjárfestinga fyrir árið 2014 að upphæð 52.527.000.
Upphaflega var gert ráð fyrir 269.000.000 til framkvæmda en samkvæmt tillögunni verður 321.527.000 varið til framkvæmda og fjárfestinga á árinu 2014.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Til máls tók Þorbjörn Sigurðsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 1 að viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16.04.2014

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 sem hér segir.

1. Vegna Sjávardýragarðs Ólafsfirði kr. 310.000.-.

2. Vegna Sigurhæða ses. Ólafsfirði 500.000 sjá mál nr. 1310058.

Samþykkt samhljóða.

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram tillögu um að gerður yrðir viðauki við fjárhagsáætlun 2014, varðandi aðkomu bæjarfélagsins að endurbótum að Hóli á Siglufirði. 
Um er að ræða 2 milljónir á ári í 4 ár.
Tillaga borin upp og felld með 2 atkvæðum, gegn atkvæði Sólrúnar Júlíusdóttur.
Meirihluti bæjarráðs vísar í fyrri samþykkt 99. fundar bæjarstjórnar þar sem þessu máli var vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 20.05.2014

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðaukatillögu.
Í tillögu 2 að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 1.060.000. Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 93.998.000 í stað 95.058.000.
Gert er ráð fyrir aukinni fjárhæð til framlaga vegna "Sjávardýragarðs" og Sigurhæða ses.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 04.06.2014

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðaukatillögu.

Í tillögu 3 að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 925.000. Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 93.073.000 í stað 93.998.000.
Gert er ráð fyrir aukinni fjárhæð í tengslum við safna- og ferðamál.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24.06.2014

Bæjarstjóri fór yfir framkomnar tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

1. Sandburður í Ólafsfjarðarvatn, áætlaður kostnaður um kr. 4.500.000.-, sjá fundargerð 340, fundar bæjarráðs

2. Kaup á húsnæði Ólafsfirði kr. 500.000.- sjá fundargerð 343, fundar bæjarráðs

3. Áheyrnarfullttrúar fyrir B-lista en áætlaður kostnaður er um kr. 350.000.-, sjá fundargerð 103, fundar bæjarstjórnar

4. Tillaga um styrk til Pæjumóts kr. 120.000.-, fundargerð 344, fundar bæjarráðs

5. Tillaga um stoppistöð í Ólafsfirði kr. 1.200.000.-, fundargerð 344. fundar bæjarráðs

6. Tillaga um sérstaka Atvinnumálanefnd kr. 300.000.-, fundargerð 344. fundar bæjarráðs

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að setja upp tillögu að viðauka í samræmi við ofanritað fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 01.07.2014

Lögð fram tillaga að 4. viðauka við fjárhagsáætlun.


Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 5.786.000.

Gert er ráð fyrir aukinni rekstrarfjárhæð í tengslum við sandmokstur úr Ólafsfjarðarvatni, íþróttastyrki og nefndarlaun. Einnig tilfærsla á framkvæmdaliðum vegna kaupa á Námuvegi 11 í Ólafsfirði og frágangi við stoppustöð í Ólafsfirði.
Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 87.287.000 í stað 93.073.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarráð samþykkir að vísa til bæjarstjórnar viðauka 4. við áætlun 2014 með 3 atkvæðum.
Helga Helgadóttir undanskilur samþykki fyrir fjárveitingu til atvinnumálanefndar og vísar til bókunar S. Guðrúnar Hauksdóttur frá síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 03.07.2014

Lögð fram tillaga að 4. viðauka við fjárhagsáætlun.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 5.786.000.
Gert er ráð fyrir aukinni rekstrarfjárhæð í tengslum við sandmokstur úr Ólafsfjarðarvatni, íþróttastyrki og nefndarlaun.
Einnig tilfærsla á framkvæmdaliðum vegna kaupa á Námuvegi 11 í Ólafsfirði og frágangi við stoppistöð í Ólafsfirði.
Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 87.287.000 í stað 93.073.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.
Vísað er til umræðu á 345. fundi bæjarráðs, sjá mál nr. 6.

Til máls tók Helga Helgadóttir.

Sá hluti tillögu sem varðaði atvinnumálanefnd var borinn upp sérstaklega og samþykktur með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum S. Guðrúnar Hauksdóttur og Helgu Helgadóttur.

Að öðru leyti var tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15.07.2014

Lagðar fram til umræðu tillögur á viðauka 5, sem verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Til viðbótar við fyrri áherslur er fjárveiting vegna ráðhússins 3.4 m.kr. og til gámaplans við Námuveg á Ólafsfirði 1.4 m.kr.´

Lögð fram bókun frá Sólrúnu Júlíusdóttur.

Ég tek undir tillögu að viðauka 5 í ljósi þess að fulltrúar meirihluta í bæjarráði hafa lýst því yfir að einungis sé um frestun að ræða á endurbótum á Ólafsvegi 4 fram á næsta ár eða að fundin verði önnur sambærileg lausn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 351. fundur - 12.08.2014

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka 5 við fjárhagsáætlun  til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 105. fundur - 18.08.2014

Varaforseti fór yfir tillögu að 5. viðauka við fjárhagsáætlun.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 8.608.000.
Gert er ráð fyrir aukinni rekstrarfjárhæð í tengslum við deiliskipulag og launalið leikskólans. Einnig er tilfærsla á framkvæmdaliðum vegna kaupa á skólastofum fyrir leikskólann, biðstöðvar almenningssamgangna, veg að skíðaskála í Tindaöxl, bæjarskrifstofur og gámasvæði.
Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 78.679.000 í stað 87.287.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Varaforseti lagði fram undirskriftalista frá 99 íbúum Fjallabyggðar þar sem hafnað er áformum sveitarfélagsins að bæta við gámageymslusvæði á lóð Námuvegar 11 í Ólafsfirði.

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi tillögu samhljóða.
"Í ljósi undirskriftalistans sem lagður hefur verið fram, telur bæjarstjórn rétt að skoða betur áform um að færa gámageymslusvæðið í Ólafsfirði af höfninni og að Námuvegi 11. Bæjarstjórn felur skipulags- og umhverfisnefnd að taka gámageymslusvæði Fjallabyggðar til heildarendurskoðunar."

Til máls um tillöguna tók Helga Helgadóttir.

Eftirfarandi breytingartillaga við viðauka 5 var samþykkt samhljóða.
"Bæjarstjórn samþykkir að þær 1,4 milljónir sem áætlaðar voru í gámageymslusvæði að Námuvegi 11 í Ólafsfirði falli út."

Til máls tóku: Jón Valgeir Baldursson, Helga Helgadóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Kristinn Kristjánsson og S. Guðrún Hauksdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að viðauka 5 svo breyttri með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 04.11.2014

Lögð fram til kynningar tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2014, sem ætlunin er að bera upp á næsta fundi bæjarstjórnar.
Tillagan er sett upp með tilliti til breytinga á launaliðum og annarra breytinga í samræmi við útkomuspá ársins.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.11.2014

Bæjarstjóri fór yfir tillögu að 6. viðauka við fjárhagsáætlun.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 34.123.000.
Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 44.556.000 í stað 78.679.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Til máls tóku Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson,

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að viðauka 6 með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 373. fundur - 18.12.2014

Lögð fram tillaga að viðauka 7 við fjárhagsáætlun.
Tillagan er að upphæð 1.247.000 og er samantekt ákvarðana bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 15.01.2015

Formaður bæjarráðs Steinunn María Sveinsdóttir fór yfir tillögu að 7. viðauka við fjárhagsáætlun.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 1.247.000.
Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 43.309.000 í stað 44.556.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að viðauka 7 með 7 atkvæðum.