Bæjarstjórn Fjallabyggðar

108. fundur 14. nóvember 2014 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson varabæjarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Sólrúnu Júlíusdóttur. Í hennar stað mætti Jón Valgeir Baldursson, B- lista.

Samþykkt var samhljóða að taka á dagskrá fundargerð 365. fundar bæjarráðs frá 14. nóvember 2014.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 359. fundur - 16. október 2014

Málsnúmer 1410005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 359. fundur - 16. október 2014 Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta en breytingar á umdæmum taka gildi 1. janúar 2015. Rökstuddar umsagnir þurfa að berast eigi síðar en 17. október.
    Bæjarráð Fjallabyggðar gerir ekki athugasemdir við umdæmamörk eða skipan í umrædd störf.

    Á fund stjórnar Eyþings 15. október 2014, mætti sýslumaðurinn á Húsavík, Svavar Pálsson og upplýsti stjórn og bæjarstjóra Fjallabyggðar að ætlunin væri að fækka um eitt stöðugildi á sýsluskrifstofunni á Siglufirði, í kjölfar umdæmisbreytinga og skertra fjárframlaga.

    Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við fækkun starfa í Fjallabyggð á vegum ríkisins.

    Bæjarráð kallar eftir skýrum svörum og rökstuðningi frá ríkisvaldinu.

    Bæjarráð óskar eftir fundi með nýjum sýslumanni.
    Lögð er áhersla á að fá svör við hans framtíðaráformum er varðar Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 359. fundur - 16. október 2014 Bæjarstjóri kynnti greinargerð að forsendum að fyrstu drögum að áætlun ársins. Áður en útgönguspá fyrir árið 2014 liggur fyrir og rammi fyrir árið 2015 verður ákveðinn er brýnt bæjarráð taki afstöðu til neðanritaðs:

    1. Útsvar.
    Lagt er til að viðhalda sömu álagningaprósentu á útsvari fyrir árið 2015, þ.e. 14,48%.

    2. Fasteignaskattar og gjöld.
    Lagt er til að álagningarstofnar fasteignagjalda verði óbreyttir á árinu 2015.

    3. Lagt er til að miðað verði við forsendur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga er varðar aðrar forsendur fyrir áætlunargerð sveitarfélaga fyrir árið 2015.
    Áður lagt fram til kynningar.

    4. Fjárfestingar og afborganir lána.

    Lagt er til að í eignfærða fjárfestingu verði varið um kr. 200.000.000
    Miðað er við að afborgun lána sé kr. 64.000.000
    Ekki er gert ráð fyrir lántökum.

    5. Aðrar áherslur.
    Að rekstur málaflokka taki mið af rauntekjum.
    Að rekstrarniðurstaðan verði í lok yfirferðar jákvæð.
    Að veltufé frá rekstri miðist við 10% - 15% .
    Að veltufjárhlutfall verði aldrei lægra en 1,0.
    Að skuldahlutfall verði aldrei hærra en lög gera ráð fyrir.
    Að handbært fé í árslok verði ekki lægra en verið hefur.

    Vísað er einnig í forsendur sem fram komu á 355. fundi bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir að unnið verði eftir ofangreindum forsendum.

    Eftir yfirferð og umræður lagði bæjarstjóri fram samanburð á gjaldskrám fyrir Fjallabyggð og var ákveðið að skoða þær á næsta fundi.

    Mikilvægt er að bæjarfulltrúar komi fram með mótaðar tillögur á næsta fund bæjarráðs ef gera á breytingar á umfangi rekstrar á næsta ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 359. fundur - 16. október 2014 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til september.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 677,4 m.kr. sem er 102,2% af áætlun tímabilsins sem var 662,5 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 43,1 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 28,2 m.kr.

    Nettóniðurstaða er því 14,9 m.kr. umfram áætlun tímabilsins.

    Vísa þarf kjarasamnings- og launabreytingum til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 359. fundur - 16. október 2014 Lögð fram til kynningar fundargerð 819. fundar stjórnar frá 24. september s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014

Málsnúmer 1410006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Á 171. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar var tekið fyrir erindi frá hundaeigendum er varðar afgirt svæði á Ólafsfirði.
    Búið er að afgreiða tillögu hundaeigenda um staðsetningu, en erindi þeirra um aðkomu bæjarfélagsins að girðingu var vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

    Bæjarráð hvetur hundaeigendur í Fjallabyggð til að stofna félag sem kæmi fram fyrir hönd hundaeigenda.
    Í beinu framhaldi af stofnun þess verði fundin lausn á afgirtum svæðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Lögð fram fyrirspurn um gistingu nemenda frá Háskóla Íslands sem fengu aðstöðu í skólastofum við Hlíðarveg á Siglufirði og bendir Sæmundur Ámundason á að um sé að ræða samkeppni við gistiheimili á staðnum.
    Til frekari skýringar er rétt að draga fram neðanritað.
    Um var að ræða námsferð, með 65 nemenda á 3. ári náms í landfræði og ferðamálafræði. Megintilgangur námsferðar var að þjálfa nemendur í að vinna að sjálfstæðum rannsóknaverkefnum á sínu sviði og að nemendur kynnist aðstæðum í viðkomandi sveitarfélögum.

    Að hverju verkefni og skýrslu vinna tveir nemendur sem gagnast aðilum heima fyrir, enda varðar málin rekstur eða aðkomu sveitarfélaga.

    Skipuleggjendur lögðu áherslu á að skólinn hefði úr afar takmörkuðum fjármunum að spila.
    Lögð var áherslu á við bæjarfélagið að ná niður kostnaði, t.d. með því að leggja til húsnæði þar sem nemendur gætu gist og/eða haft vinnuaðstöðu þar sem hóparnir gætu athafnað sig.
    Þessi nálgun var forsenda þess að þeir kæmu til Fjallabyggðar.

    Bæjarráð vill taka fram að Fjallabyggð mun ekki vera í samkeppni við gistiheimili á staðnum.
    Þessi aðstoð við nemendur Háskóla Íslands var byggð á ofanritaðri nálgun, en rétt er að geta þess að veitingastaðir og verslanir nutu góðs af.
    Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Lagt fram bréf frá fjallskilastjóra dags. 13. september og einnig afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. september á haustöngum í Ólafsfirði.
    Erindinu er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
    Um er að ræða að tveir ábúendur í Ólafsfirði slepptu á heimalönd sín utan girðingar öllu því fé sem þeir höfðu tekið í Reykjarétt eða um 500 kindum í trássi við aðra málsgrein 13. gr. lag V. kafla fjallskilasamþykktar nr. 173/10 febrúar 2011. Í gangnaboði var tekið fram að slíkar sleppingar væru óheimilar.
    Segir fjallskilastjóri starfi sínu lausu, þar sem ekki er farið að samþykktum bæjarfélagsins.

    Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með framferði ábúenda og felur deildarstjóra tæknideildar að beita þeim viðurlögum sem gilda er slík mál varðar.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Skotfélagið óskar eftir styrk til að greiða kostnað við stöðuleyfi á gám félagsins 2014 eins og undanfarin ár.
    Áætlaður kostnaður er um 24 þúsund krónur.
    Bæjarráð samþykkir að vísa framkominni ósk til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Skotfélag Ólafsfjarðar sækir um styrk til að standa undir kostnaði við geymslu undir kastvélar félagsins og annan búnað.
    Áætlaður kostnaður er um 65 þúsund krónur á ári.
    Bæjarráð samþykkir að vísa framkominni ósk til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Lagður fram viðauki við verksamning um ræstingu á viðbótarrými við leikskólann á Siglufirði. Um er að ræða þrif á 54,3 m2 og er áætlaður kostnaður um 38 þúsund krónur á mánuði.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddur viðauki sé samþykktur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Á síðasta fundi bæjarstjórnar var kosningu í Almannavarnarnefnd og vettvangsstjórnir vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
    Lögð var fram fundargerð frá 6. október 2014, en fundurinn var haldinn í fundarsal lögreglustöðvarinnar á Akureyri.
    Um er að ræða skipan og staðfestingu í neðantalið:
    Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar.
    Aðalmaður verði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
    Varamaður verði Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.

    Í vettvangsstjórn Fjallabyggðar verði:
    Fyrir Siglufjörð voru neðanritaðir skráðir.
    1. Ámundi Gunnarsson
    2. Ingvar Erlingsson
    3. Gestur Hansson
    4. Einar Áki Valsson
    5. Ómar Geirsson
    6. Elín Arnardóttir

    Bæjarráð staðfestir framkomnar tilnefningar.

    Fyrir Ólafsfjörð voru neðanritaðir skráðir.
    1. Þormóður Sigurðsson
    2. Gunnar Ásgrímsson
    3. Grétar Björnsson, er fluttur úr bæjarfélaginu og kemur Rúnar Gunnarsson í hans stað.
    4. Björg Traustadóttir

    Bæjarráð staðfestir framkomnar tilnefningar.

    Vettvangsstjórar verði.
    Kristján Hauksson er fluttur úr bæjarfélaginu og kemur Tómas Einarsson í hans stað.
    Ingvar Erlingsson
    Ármann V. Sigurðsson

    Bæjarráð staðfestir framkomnar tilnefningar.
    Kristjáni og Grétari eru þökkuð góð störf.

    Bæjarstjóra er falið að kalla vettvangsstjórnir til fundar hið fyrsta.
    Bæjarráð leggur áherslu á að vettvangsstjórar fari á námskeið fyrir áramót.
    Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fund bæjarráðs og fór yfir opnunartíma á sundstöðum bæjarfélagsins og íþróttamiðstöðva og upplýsti bæjarráð um ástæðu fyrir þeirri breytingu sem gerð var á opnunartíma sundlaugar í Ólafsfirði þrátt fyrir að bókun bæjarráðs hafi aðeins tekið til íþróttasalar.
    Bæjarráð leggur áherslu á að boðleiðir séu réttar.
    Bæjarráð vísar opnunartíma íþróttamiðstöðva til endurskoðunar við fjárhagsáætlunargerð 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Hugsanleg sameining tónskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar var tekin til umræðu, sjá fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 28. ágúst 2014.
    Skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn og fór yfir samning sem gerður var um slíka nálgun á Eyjafjarðarsvæðinu milli þriggja sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands dags. 9. október 2014. Í bréfi bæjarstjóra frá 9. júlí til Minjastofnunar er kallað eftir afstöðu húsafriðunarnefndar til varðveislu hússins við Kirkjuveg 4 Ólafsfirði.
    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að tryggja að húsnæðið valdi ekki tjóni í vetur.
    Bæjarráð telur rétt að láta fara fram ástandsskoðun á eigninni hið fyrsta.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk til Minjastofnunar til að greiða umrædda ástandsskoðun og áætlunargerðar um endurbyggingu hússins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Eftirfarandi punktar voru lagðir fram til umræðu í bæjarráði:
    1. Drög að útgönguspá fyrir árið 2014.
    2. Breytingar á gjaldskrá fyrir árið 2015.
    3. Nefndarlaun breytingar.
    4. Breytingar á húsaleigu.
    5. Lífeyrisskuldbindingar - breytingar á árinu 2014.
    6. Aðrar áherslur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Í rafbréfi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, 17. október 2014 er frumvarp til laga um framhaldsskóla, 214. mál, sent til umsagnar. Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Lagt fram bréf frá Forsætisráðuneytinu dags. 10. október 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21. október 2014 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014

Málsnúmer 1410008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 20. október s.l. um úthlutun byggðakvóta lagt fram til kynningar.
    Um er að ræða 300 þorskígildistonn fyrir Ólafsfjörð og 94 tonn fyrir Siglufjörð.
    Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum fyrir 1. nóvember 2014. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.
    Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í Atvinnumálanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Lögð fram beiðni um framkvæmda-og búnaðarstyrk frá Björgunarsveitinni Tindi og er bréfið dags. 20. október s.l.
    Sótt erum um kr. 2.8 m.kr.
    Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Lagður fram tölvupóstur dags. 20. október s.l. um aðstoð og velvild í garð RVK "studios". Um er að ræða sjónvarpsþætti, 10 þætti núna í haust. Þáttaröðin ber nafnið Ófærð.
    Bæjarráð fagnar verkefninu og felur deildarstjóra tæknideildar að vera tengiliður f.h. sveitarfélagsins í samráði við löggæslumenn.
    Bæjarráð leggur áherslu á að kostnaður leggist ekki á bæjarfélagið vegna þessa verkefnis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Lagt fram bréf frá skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 17. október 2014, er varðar fyrirhugaðar kvikmyndasýningar í Tjarnarborg.
    Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Ósk um tilnefningu fulltrúa bæjarfélagsins í starfshóp um mótun starfsemi Flokkunar til framtíðar.
    Bæjarráð leggur til að Ríkharður Hólm Sigurðsson verði fulltrúi Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Á 356. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála varðandi söluheimild fyrir leiguíbúðir og ábendingu um kaup á íbúð. Afgreiðslu erindis var þá frestað.
    Bæjarráð samþykkir söluheimild á umræddum íbúðum og er lögð áhersla á að leigjendur hafi forkaupsrétt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Námskeið var haldið á Akureyri 27. október sl.
    Eftirtaldir bæjarfulltrúar sóttu námskeiðið: Steinunn María Sveinsdóttir, Kristjana R. Sveinsdóttir, Ríkharður Hólm Sigurðsson, Anna Þórisdóttir, Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir, Guðný Kristinsdóttir og bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Fundargerð frá 2. október sl. lögð fram til kynningar.
    Málum er tengjast fjárhagsáætlunargerð er vísað til frekari umræðu í bæjarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Lögð fram fundargerð deildarstjóra Fjallabyggðar.
    Málum er tengjast fjárhagsáætlunargerð er vísað til frekari umræðu í bæjarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Í rafbréfi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá 17. október 2014, er frumvarp til laga um vegalög (gjaldtaka af umferð o.fl., EES-reglur), 157. mál, sent til umsagnar.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Í rafbréfi Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, frá 23. október 2014, er frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 17. mál, sent til umsagnar.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28. október 2014 Fundagerðir 13. og 14. fundar lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 362. fundur - 30. október 2014

Málsnúmer 1410012FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 362. fundur - 30. október 2014 Lögð fram tillaga með greinargerð að fjárhagsáætlun fyrir fyrir árið 2015 - 2018.
    Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála og bæjarstjóri fóru yfir forsendur reiknilíkans og áætlaða útkomu fyrir umrædd ár.
    Eftir umræður og yfirferð var ákveðið að vísa framkomnum tillögum að fjárhagsramma til útfærslu og frekari skoðunar hjá deildarstjórum og forstöðumönnum bæjarfélagsins. Einnig er óskað eftir ábendingum og tillögum er varðar fjárfestingar á árunum 2015 - 2018 í forgangsröð.
    Verkskil deildarstjóra og forstöðumanna eru áætluð 7. nóvember og að umfjöllun nefnda verði lokið 18. nóvember.

    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:
    Gera skal ráð fyrir sérstökum launalið vegna langtímaveikinda að upphæð 13 milljónir.

    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:
    1. Að gjaldskrár og þjónustugjöld, 1. janúar 2015, taki mið af breytingum á vísitölu frá 1. janúar 2014, sjá hér frávik í liðum 2 - 5.
    2. Að leikskólagjöld verði óbreytt á árinu 2015.
    3. Að matarkostnaður í leikskóla og grunnskóla taki mið af breytingum á vísitölu.
    4. Að gjaldskrá dagþjónustu aldraðra verði óbreytt á árinu 2015.
    5. Að þjónustugjöld á vegum félagsþjónustu verði óbreytt á árinu 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 362. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 362. fundur - 30. október 2014 Lagðar voru fram neðanritaðar tillögur og ábendingar frá íbúum Fjallabyggðar.

    1. Frá Björk Óladóttur dags. 10. september.
    2. Frá Ingu Margréti Benediktsdóttur dags. 11. september.
    3. Frá Sturlu Sigmundssyni og Guðrúnu Unnsteinsdóttur dags. 24. september.
    4. Frá Guðrúnu Þórisdóttur 19. september.
    5. Frá Jónínu Sigrúnu Björnsdóttur dags. 23. september.
    6. Frá Birni Þór Ólafssyni dags. 17. september.
    7. Frá Rögnu Kolbrúnu Ragnarsdóttur dags. 12. september.
    8. Frá Kristínu Karlsdóttur dags. 18. september.
    9. Frá Gyðu Þ. Stefánsdóttur dags. 10. september.
    10. Frá Rósu Jónsdóttur dags. 17. september.
    11. Frá Hestamannafélaginu Gnýfara dags. 15. september.
    12. Frá Arnari Frey Þrastarsyni dags. 8. september.
    13. Frá Baldvini Júlíussyni og Margréti Svanbergsdóttur dags. 16. september.

    Bæjarráð þakkar framkomnar tillögur og vísar þeim til umfjöllunar til viðkomandi deildarstjóra og fagnefnda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 362. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014

Málsnúmer 1410013FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 5.1 1401114 Flotbryggjur
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Lagðar fram upplýsingar frá fyrirtækinu Króla frá 30. október um verð í flotbryggjur fyrir höfnina í Ólafsfirði.
    Um er að ræða tvær einingar 20 m langar með sambærilegum búnaði og á Siglufirði.

    Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá hafnarstjórn og verður málið rætt frekar í bæjarráði við uppsetningu á fjárfestingaráætlun fyrir árið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Atvinnumálanefnd samþykkti á 2. fundi sínum að leggja til við bæjarráð að Fjallabyggð standi fyrir samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í heimabyggð og að óskað verði eftir samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

    Bæjarráð samþykkir að fela atvinnumálanefnd að þróa hugmyndina áfram áður en afstaða verður tekin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldir verði fulltrúar Fjallabyggðar í fulltrúaráði Eyþings:

    Sigurður Valur Ásbjarnarson aðalmaður
    Steinunn María Sveinsdóttir aðalmaður

    S. Guðrún Hauksdóttir varamaður
    Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður
    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins og framkvæmdir bornar saman við áætlun.
    Ljóst er að í heildina séð eru framkvæmdir á áætlun, en eftir er að ljúka einstökum verkþáttum og sum verk hafa ekki verið innheimt, reikningar ekki komnir.
    Í útkomuspá er gert ráð fyrir um 306 m.kr. en í áætlun ársins var gert ráð fyrir um 321 m.kr. til framkvæmda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Lögð fram til kynningar tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2014, sem ætlunin er að bera upp á næsta fundi bæjarstjórnar.
    Tillagan er sett upp með tilliti til breytinga á launaliðum og annarra breytinga í samræmi við útkomuspá ársins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Lagður fram breyttur fjárhagsrammi fyrir áætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2015, miðað við samþykktir á síðasta fundi bæjarráðs.

    Rekstrarsamningar og styrkir til félagasamtaka vegna fasteignaskatta verða teknir til umfjöllunar í bæjarráði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Alþingisskjal 27 - 27. mál. Tillaga lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Lögð fram skýrsla Þjóðskrár Íslands til kynningar.

    Sjá heimasíðu Þjóðskrár Íslands, skra.is.
    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Á öðrum fundi Atvinnumálanefndar var lagt til við bæjarráð, að boðað verði til fundar með hagsmunaaðilum til að fá fram hugmyndir að sérreglum sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir að boða til fundar með hagsmunaaðilum n.k. mánudag 10. nóvember kl. 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Fundargerð 820. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Lagðar fram upplýsingar um rekstur bæjarfélagsins fyrstu níu mánuði ársins.
    Rekstrarniðurstaða tímabils er 2,4 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -70,0 millj. miðað við -67,6 millj.
    Tekjur eru 13,6 millj. hærri en áætlun, gjöld 24,5 millj. hærri og fjárm.liðir 13,2 millj. lægri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 4. nóvember 2014 Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bæjarráð tók til umræðu hugmyndir um breytingar á skipuriti bæjarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkti að vísa skipuriti Fjallabyggðar til frekari umræðu í bæjarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Atvinnumálanefnd - 1. fundur - 16. október 2014

Málsnúmer 1410004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 6.1 1406043 Formsatriði nefnda
    Atvinnumálanefnd - 1. fundur - 16. október 2014 Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.3 1408039 Hvalaskoðun frá Ólafsfirði
    Atvinnumálanefnd - 1. fundur - 16. október 2014 Tekið fyrir erindi frá Hafnarstjórn Fjallabyggðar þar sem óskað eftir nánu samstarfi við nýstofnaða atvinnumálanefnd svo og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu þar sem kannað verði að koma á varanlegum ferðum til hvalaskoðunar fyrir ferðamenn í sveitafélaginu strax næsta sumar. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina og skorar á áhugasama aðila að stofna félag til að ýta verkefninu úr vör. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.4 1407005 Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014
    Atvinnumálanefnd - 1. fundur - 16. október 2014 Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 169 og 170 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29. október 2014

Málsnúmer 1410010FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 7.1 1409031 Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
    Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29. október 2014 Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 20. október s.l. um úthlutun byggðakvóta lagt fram til kynningar, ásamt reglugerð nr. 625 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015 og reglugerð nr. 782 um breytingu á reglugerð nr. 652/2014, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015.
    Um er að ræða 300 þorskígildistonn fyrir Ólafsfjörð og 94 tonn fyrir Siglufjörð.
    Bæjarráð hefur vísað málinu til umfjöllunar í Atvinnumálanefnd.

    Sveitarfélagið hefur fengið frest til 17. nóvember til að skila inn tillögum um sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins ásamt rökstuðningi.

    Í ljósi þess að frestur til að skila inn sérreglum hefur verið framlengdur, leggur Atvinnumálanefnd til við bæjarráð, að boðað verði til fundar með hagsmunaaðilum til að fá fram hugmyndir að sérreglum sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.2 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29. október 2014 Valur Hilmarsson formaður nefndarinnar kynnti hugmynd að samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð. Lagt er til að sveitarfélagið Fjallabyggð standi fyrir samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í heimabyggð. Hugmyndin er að óskað verði eftir samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Samkeppnin verði öllum opin, einstaklingum, hópum og fyrirtækjum og þeim boðið að senda inn verkefnin sín og sækja um þátttöku í verkefninu.

    Nefndin fagnar hugmyndinni og leggur til við bæjarráð að henni verði hrundið í framkvæmd í ársbyrjun 2015 og gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.3 1401026 Ferðastefna Fjallabyggðar
    Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29. október 2014 Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Stýrihópur um gerð ferðastefnunnar óskar eftir umsögn nefnda sveitarfélagsins.

    Fundurinn fagnar vinnu stýrihópsins við gerð stefunnar og telur hana löngu tímabæra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.4 1407005 Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014
    Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29. október 2014 Fundargerðir stjórnar AFE nr. 171 og nr. 172 ásamt fundargerð aðalfundar lagðar fram til kynningar.

    Undir þessum lið mætti á fundinn Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri AFE og kynnti hann starfsemi atvinnuþróunarfélagsins. Jafnframt fór hann yfir helstu verkefni og áherslur í starfseminni og möguleikum Eyjafjarðarsvæðisins til atvinnusköpunar.

    Nefndin þakkar Þorvaldi fyrir að koma á fund nefndarinnar og fyrir greinargóðar upplýsingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Atvinnumálanefnd - 3. fundur - 11. nóvember 2014

Málsnúmer 1411003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 8.1 1409031 Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
    Atvinnumálanefnd - 3. fundur - 11. nóvember 2014 Í upphafi fundar var farið yfir fundargerð frá fundi með hagsmunaaðilum, um byggðakvóta, sem haldinn var mánudaginn 10. nóvember 2014. Meirihluti atvinnumálanefndar leggur fram eftirfarandi hugmyndir að tillögum að sérstökum skilyrðum sveitarfélagsins gagnvart úthlutun byggðakvóta samkv. 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 652/2014.

    Byggðakvóti fiskveiðiársins 2014/2015
    Bæjarstjóra verður falið að rita ráðuneytinu bréf með rökstuðningi þar sem lögð er áhersla á að veiðireynsla í Fjallabyggð sé óháð hvar landað er, innan marka sveitarfélagsins.

    Atvinnumálanefnd og bæjarráð hafa farið yfir tillögur sem fram komu m.a. á fundi með útgerðaraðilum og fiskverkendum Fjallabyggðar og er lögð áhersla á neðanritað.

    Reglur og áherslur Fjallabyggðar eru:
    Með vísan í reglugerð nr. 652/2014 er óskað eftir neðanrituðum breytingum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiði árið 2014/2015.

    Óbreytt frá fyrra ári:
    Lögð er áhersla á breytingu á orðalagi þannig að í stað orðsins byggðarlags í 1. mgr. 4. gr. komi orðið sveitarfélags sem og í 2. mgr. 4. gr.
    (Afli af fiskiskipum sem landað er í (byggðarlagi) verður:
    Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu og svo frv.


    Síðan breytist byggðarlag í sveitarfélag síðar í málsgreininni. Þannig að eftir breytingu hljóðar málsgreinin svo;
    Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

    Viðbót frá fyrra ári.
    Auk þeirra breytinga sem að framan er getið í 4. gr. hér að ofan breytist reglugerðin þannig:

    Lögð er áhersla á að byggðarkvóti miðist að lágmarki við 1.5 tonn á bát. Heimilt er að sama magni og lágmarksúthlutun, þ.e. 1.5 tonn, verði landað á fiskmarkað í Fjallabyggð eða til vinnslu í Fjallabyggð.

    Af því sem eftir stendur að þeirri úthlutun lokinni verður síðan úthlutað á báta miðað við landaðan afla í sveitarfélaginu, þó ekki hærra en 20% af kvótaúthlutun miðað við landaðan afla hvers báts, en að hámarki 60 tonn.

    Ef einhver óskar eftir tilteknu magni, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt ákvæði þessu, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðarkvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna.

    Jöfn skipti verði heimil.

    Ákvæði um skriflegan samning við fiskkaupendur um magn sem landað verður hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram komi að vinnsluaðili skuldbindi sig til að vinna aflann, með áritun bæjar- og sveitarstjórnar, breytist þannig að eftir þá setningu komi ný setning svohljóðandi:

    Þó er vinnsluaðila heimil jöfn skipti á tegundum við annan vinnsluaðila og komi slík fyrirætlan fram í samningi sem eigandi fiskiskipa gerir við fiskkaupenda.

    Ef úthlutaður kvóti (afli) er ekki veiddur fær viðkomandi aðili ekki úthlutað kvóta á næsta fiskveiðiári (2015/2016) nema til komi viðhlítandi skýringar (s.s. vegna vélarbilunar, veikinda o.þ.h.)

    Fulltrúi D-lista, Þorsteinn Þorvaldsson leggur til að hámarks kvóti á hvern bát verði 50 tonn. Einnig leggur hann áherslu á að komið verði upp virku eftirliti með því að athuga hvort aðilar gerist brotlegir við nýtingu byggðakvótans.

    Atvinnumálanefnd vísar framkomnum hugmyndum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014

Málsnúmer 1410007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 353. fundur bæjarráðs samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
    Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á næsta ári, eru öll bæjar- og sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins 2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár.

    Markaðs- og menningarnefnd tekur undir hvatingu til stofnana bæjarfélagsins um að minnast þessa mikilvægu réttinda.

    Markaðs- og menningarfulltrúa er falið að kanna með möguleika á viðburðum í bæjarfélaginu 2015 sem tengjast konum, handverki þeirra, málverkum og bókmenntum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 355. fundur bæjarráðs vísaði þessu erindi til umfjöllunar í markaðs og menningarnefnd.

    Lagt fram bréf dags. 10. september undirritað af formanni safnastjórnar og safnstjóra. Í bréfinu er upptalin sú þjónusta sem safnið veitir á móti árlegum styrk frá bæjarfélaginu.
    Núverandi samningur gildir til 31.12.2014 og vísa bréfritarar til svarbréfs bæjarstjórnar frá síðasta ári en þar kemur fram að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 skuli taka samninginn til endurskoðunar með tilliti til endurnýjunar.

    Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að gerður verði samningur til lengri tíma, en verið hefur.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir samantekt sem unnin var fyrir Fjallabyggð um komur ferðamanna til Fjallabyggðar á árunum 2004 - 2013. Helstu niðurstöður eru að alls er áætlað að um 100 þúsund ferðamenn hafi komið til Fjallabyggðar á árinu 2013 sem er 68% aukning frá árinu 2004 og 50% aukning frá árinu 2010. Rétt er þó að vekja athygli á því að fráviksmörk eru nokkur en niðurstöðurnar gefa góða vísbendingu um þróunina og stöðu mála.

    Markaðs- og menningarnefnd þakkar RFF fyrir þessa samantekt og telur hana varpa góðu ljósi á þá gífurlegu aukningu ferðamanna sem eru að koma til Fjallabyggðar og hversu mikla þýðingu Héðinsfjarðargöng hafa haft á aukin ferðamannastraum til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

    Markaðs- og menningarnefnd telur mikilvægt að bæjarfélagið komi enn betur til móts við ferðaþjónustuna með bættri aðstöðu, upplýsingum og merkingum fyrir ferðamenn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir þær athugasemdir við Menningarstefnu Fjallabyggðar, sem hann setti fram í minnisblaði til nefndarinnar. Í ljósi framkominna athugasemda telur nefndin að ekki þurfi að gera viðamiklar breytingar á Menningarstefnu Fjallabyggðar en tekur undir þá athugasemd að vinna þurfi langtímaáætlun um uppbyggingu á sviði menningarmála þar sem verkefnum verður forgangsraðað og þau tímasett.
    Slík áætlun er grundvöllur til frekari ákvörðunartöku er lýtur að fjárframlagi til menningarmála.

    Jafnframt telur nefndin mikilvægt að vinna við endurskoðun stefnunnar taki mið af markmiðum í menningarstefnu Eyþings frá 2013.

    Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa og formanni nefndarinnar að vinna drög að endurskoðaðri menningarstefnu út frá þeim athugasemdum sem gerðar hafa verið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Lagðar fram skýrslur rekstraraðila tjaldsvæðanna á Siglufirði og í Ólafsfirði. Einnig voru kynntar niðurstöður úr könnun sem gerð var á meðal gesta tjaldsvæðanna sl. sumar.
    Gistinætur á tjaldsvæðum Siglufjarðar voru 4.867 og á Ólafsfirði 795.
    Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni svöruðu því til að þeir væru komnir til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar til að upplifa náttúru svæðisins. Lang flestir voru ánægðir með tjaldsvæðin og starfsmenn fengu góða dóma. Fjölmargar ábendingar bárust um hvað geri megi betur.

    Markaðs- og menningarnefnd þakkar rekstraraðilum fyrir greinargóðar skýrslur og felur markaðs- og menningarfulltrúa að taka saman minnisblað um hvað betur megi fara í rekstri tjaldsvæðanna þannig að hægt verði að tryggja nægjanlegt fjármagn til reksturs þeirra við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Farið yfir skýrslur frá rekstraraðilum upplýsingmiðstöðva á Siglufirði og í Ólafsfirði. Um 1.300 heimsóknir voru í upplýsingamiðstöðina á Siglufirði á tímabilinu 15. maí - 30. sept. og um 660 í upplýsingamiðstöðina Ólafsfirði á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.
    Nefndin þakkar rekstraraðilum fyrir góðar skýrslur.

    Í ljósi þess að rekstaraðili upplýsingamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði, Kaffi Klara hefur nú lokað kaffihúsinu, lýtur nefndin svo á að samningur við Bolla og bedda ehf sé ekki lengur í gildi og leggur til að starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar verði færð í bókasafnið að Ólafsvegi 4.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Ægir Bergsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

    Lögð fram skýrsla og ársreikningur fyrir Síldarævintýrinu 2014.

    Markaðs- og menningarnefnd þakkar Síldarævintýrisnefnd fyrir greinargóða skýrslu og óeigingjarnt starf við hátíðarhaldið og skipulag þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar frá 20. október 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Lagt fram yfirlit yfir umsóknir sem borist hafa.
    Samtals eru umsóknir að upphæð 19,3 milljónir, en úthlutun í fyrra nam 5,3 milljónum.
    Tillaga að styrkjum verður tekin til afgreiðslu á fundi nefndarinnar í nóvember.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Rekstraryfirlit fyrstu átta mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir menningarmál er 41,1 millj. kr. sem er 93% af áætlun tímabilsins sem var 44,1 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 9,9 millj. kr. sem er 89% af áætlun tímabilsins sem var 11,1 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 173. fundur - 29. október 2014

Málsnúmer 1410009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 173. fundur - 29. október 2014 Björn Þór Ólafsson kom til fundar við nefndina til að ræða skipulags- og umhverfismál í Ólafsfirði. Nefndin þakkar góðar ábendingar og vísar þeim áfram til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 173. fundur - 29. október 2014 Á 171.fundi nefndarinnar var óskað eftir því við tæknideild að hún myndi afla upplýsinga um hvernig staðið sé að því að hefta útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils.
    Á 172.fundi var lögð fram til kynningar skýrsla á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu, varnir og nýtingu tegundanna.

    Farið verður í að hefta útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils í Fjallabyggð og hefst það vorið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 173. fundur - 29. október 2014 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 173. fundur - 29. október 2014 Gunnar St. Ólafsson fyrir hönd Selvíkur ehf. og Hótels Sunnu, óskar eftir lóð undir bílastæði milli Snorragötu 6 og 8.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 173. fundur - 29. október 2014 Selvík ehf. óskar eftir samvinnu Fjallabyggðar við gerð bílastæða við Snorragötu 4.

    Nefndin óskar eftir að Selvík ehf. leggi fram tillögu þeirra að útfærslu bílastæða á Snorragötu 4, fyrir næsta fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 173. fundur - 29. október 2014 Lagt fram til kynningar bréf Einars Ásgríms Sigurðssonar þar sem umsókn um sumarhúsarlóð við Skútustíg 4 er afturkölluð.

    Lóðin Skútustígur 4 er því laus til umsóknar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 173. fundur - 29. október 2014 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir ágúst 2014.

    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 15,7 millj. kr. sem er 135% af áætlun tímabilsins sem var 11,6 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 13,7 millj. kr. sem er 72% af áætlun tímabilsins sem var 19,2 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 67,6 millj. kr. sem er 93% af áætlun tímabilsins sem var 72,6 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 48,7 millj. kr. sem er 107% af áætlun tímabilsins sem var 45,7 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -72,5 millj. kr. sem er 111% af áætlun tímabilsins sem var -65,2 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 16,2 millj. kr. sem er 86% af áætlun tímabilsins sem var 18,9 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -6,9 millj. kr. sem er -287% af áætlun tímabilsins sem var 2,4 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 30. október 2014

Málsnúmer 1410011FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 30. október 2014 a)
    Á fundinn mætti Herdís Erlendsdóttir kl. 16:40.
    Herdís sækir um styrk fyrir reiðnámskeið fyrir börn og unglinga með þroskafrávik. Herdís gerði nefndinni grein fyrir inntaki og markmiðum námskeiðanna. Megin markmið er að kenna börnunum að umgangast hestinn og undirstöðuatriði í reiðmennsku eftir getu hvers og eins og bæta líkamsvitund þátttakenda. Segir Herdís að námskeið sem þessi kalli á sérhæfðan búnað sem er mjög kostnaðarsamur í innkaupum.

    b)
    Á fundinn mætti Ólafur Kárason kl. 17:00, fyrir Golfklúbb Siglufjarðar.
    Umsókn GKS er tvíætt, annars vegar er sótt um hækkun á rekstarstyrk vegna reksturs golfvallarins við Hól og hins vegar um styrk vegna kaupa á æfinga- og kennslukerfi í golfi sem nefnist SNAG. Varðandi rekstarstyrkinn þá er það mat GKS að hann hrökkvi ekki til að standa undir þeim grunnkostnaði við vallarumhirðuna sem rekstarsamningurinn kveður á um. SNAG kerfið er kennslukerfi í golfi sem ætlað er fólki á öllum aldri og hvaða getustigi sem er. Kennslan er ekki bundin við golfvelli, því getur kennslan farið fram farið fram þar sem aðstæður leyfa. Í umræðum um málið kom upp hugmynd um að Íþróttamiðstöðin myndi jafnvel kaupa búnaðinn svo hægt væri að nýta hann fyrir breiðari hóp af fólki. Golfklúbbarnir hefðu svo fullt afnot af honum yfir sumartímann.

    c)
    Á fundinn mætti Ragnar Már Hanson kl. 17:30, vegna styrkumsóknar Smástráka, unglingadeildar björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði.
    Ragnar gerði grein fyrir starfsemi Smástráka sem hefur verið afar kraftmikil undanfarin misseri. Þátttakendur eru 30 krakkar á aldrinum 14 til 16 ára. Deildarstarfið er reglulega einu sinni í viku, auk þess sem reglulega er farið með hópinn í styttri ferðir úr bænum einu sinni í mánuði að jafnaði. Smástrákar verða að mestu leyti að standa á eigin fótum fjárhagslega og styrkumsóknin fyrst og fremst hugsuð til að standa undir búnaðarkaupum fyrir deildina.

    d)
    Á fundinn mætti Rúnar Marteinsson, varformaður Skíðafélags Siglufjarðar, kl. 17:50. Skíðafélagið sækir um styrk vegna Fjallaskíðamóts 2015.
    Rúnar gerði grein fyrir mótshaldinu og er þetta í annað skiptið sem mótið er haldið. Stefnir félagið á að Fjallaskíðamótið verði að árvissum atburði. Undirbúningur mótsins útheimtir mikla vinnu og fyrirhöfn af hálfu félagsins og er styrkumsóknin til að mæta útgjöldum vegna kynningar- og markaðssetningar, sem er bæði innanlands og erlendis. Áform Skíðafélagins eru að mótið verði að árvissum atburði og bendir á að Fjallaskíðamótið er mikil lyftistöng fyrir skíðaparadísina Fjallabyggð. Samstarfsaðili Skíðafélagsins um mótshaldið er ferðþjónustufyrirtækið Deplar ehf.

    e)
    Á fundinn mætti Óskar Þórðarsons kl. 18:30, vegna styrkumsókna blakklúbbanna Hyrnu og Súlna. Klúbbarnir sækja um styrk til að mæta kostnaði við salarleigu á Siglómóti sem fram fer í lok febrúar á næsta ári. Óskar gerði einnig grein fyrir næsta lið fundargerðarinnar.

    f)
    Umsókn strandblaksnefndar blakklúbbanna Hyrnu og Súlna. Klúbbarnir sækja um styrk til að greiða salarleigu vegna paramóts í blaki sem fram fer föstudaginn langa á næsta ári og er árlegur viðburður. Mótið er styrktarmót til rekstar strandblakvallarins sem félögin eiga og reka í sameiningu.

    g)
    Umsókn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar um styrk vegna ferðakostnaðar.
    Óskar Þórðarson gerði grein fyrir umsókninni.
    Umsókn KF er vegna ferðakostnaðar meistaraflokks og elstu flokkanna í yngri flokkum félagsins í Bogann á Akureyri. Er þetta í annað skiptið sem félagið sækir um samsvarandi styrk. Í máli Óskars kom fram að mikilvægt er fyrir félagið að sækja æfingatíma í Bogann og kostnaður við salarleigu og ferðir sé mjög mikill.

    h)
    Umsókn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar vegna Pæjumóts 2015.
    Félagið sækir um styrk vegna skemmtidagskrár föstudags- og laugardagskvöld sem eru öllum opin.
    Óskar vék af fundi kl. 19:10.
    Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Áréttað er að um er að ræða kynningu á styrkumsóknum.
    Afgreiðsla 13. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014

Málsnúmer 1411001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014 Anita Elefsen var boðin velkomin á fund hafnarstjórnar. Fór hún yfir þann árangur sem náðst hefur fram til ársins 2014, en á fyrri árum mættu 1 - 3 skemmtiferðaskip til Siglufjarðar árlega. Nú í sumar urðu þau 6 og er gert ráð fyrir 14 komum til bæjarfélagsins á næsta ári. Anita lagði einnig fram tillögu að markaðsetningu hafnarinnar til kynningar.

    Hafnarstjórn fagnar árangri í markaðssetningu hafnarinnar og leggur til við bæjarstjórn að verkefninu verði framhaldið á næsta fjárhagsári.
    Anita leggur áherslu á endurnýjun á kynningarefni með nýrri hönnun, uppsetningu og til að standa undir prentun efnis.
    Jafnframt leggur Anita til að hafnarstjórn auki framlag sitt til markaðssetningar úr kr. 500.000.- í kr. 1.000.000.-.

    Hafnarstjórn leggur til að styrkupphæð miðist við kr. 1.000.000.- á næsta fjárhagsári.
    Hafnarstjórn telur einnig rétt að leggja til við bæjarstjórn að Fjallabyggðarhafnir taki upp farþegagjald sem nemur 50 krónur á farþega en áætlaður fjöldi er um 2500 manns.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.
    Til máls tóku Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014 Drög að ferðastefnu Fjallabyggðar var lögð fram til kynningar í atvinnumálanefnd 29.10.2014 og óskar nefndin eftir umsögn annarra nefnda á vegum bæjarfélagsins.

    Hafnarstjórn tekur undir niðurstöður atvinnumálanefndar og fagnar þeirri vinnu sem komin er fram hjá stýrihóp verkefnisins.
    Hafnarstjórn vill hins vegar taka undir þær áherslur er varðar að bæta ásýnd hafnarsvæða og að ferðamönnum verði gert kleift að njóta þeirra í sátt og samlyndi við fyrirtæki sem starfa á hafnarsvæðinu.

    Hafnarstjórn telur æskilegt að taka þátt í næstu Sjávarútvegssýningu, með fyrirtækjum bæjarfélagsins, sem haldin verður á árinu 2017.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014 Lagðar fram upplýsingar til stjórnar Hafnasambands Íslands er varðar framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2015.

    Þar kemur m.a. fram að fjárheimildir fyrir árið 2014 voru 1.186.6 m.kr., en fyrir árið 2015 er miðað við 748.7 m.kr.
    Um er að ræða lækkun upp á 437.9 m.kr. að raungildi eða um 36.9%.
    Framlög í hafnarbótasjóð lækka um þriðjung og heildarframlög til hafnaframkvæmda um tæp 37%.

    Hafnarstjórn Fjallabyggðar hvetur Alþingi til að taka til endurskoðunar fjárveitingar til verkefna á sviði hafnarmála á árinu 2015.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014 Lagðar fram tillögur og upplýsingar frá yfirhafnarverði um framkvæmdir í samgönguáætlun fyrir árin 2015 - 2018.
    Hafnarstjórn leggur áherslu á að endurnýjun Hafnarbryggju fari fram á næstu árum sem og framkvæmdir við stálþil og kant við innri höfnina á Siglufirði.
    Áætlaður kostnaður getur verið um 600 m.kr. fyrir Hafnarbryggju og um 330 m.kr. fyrir innri höfnina á Siglufirði. Einnig kom fram að endurbyggja þarf norður kant loðnubryggju á Ólafsfirði og er áætlaður kostnaður um 45 m.kr.

    Hafnarstjórn leggur áherslu á að Hafnarbryggja verði tekin inn í samgönguáætlun 2015 -2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 12.5 1401114 Flotbryggjur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014 Hafnarstjórn telur rétt og tímabært að endurnýja flotbryggjuna í Ólafsfirði.
    Hafnarstjórn leggur til að keyptar verði tvær 20 m einingar með 16 st. festipollum á flotbryggjur, tenglastólpum og landgangi.
    Öryggisstigar og botnfestur ásamt vinnu og flutningi fylgja kaupum þessum.
    Áætlaður kostnaður er um 16.6 m.kr.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Kristinn Kristjánsson.
    Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014 Lögð fram til kynningar þinggerð 39. hafnasambandsþings sem haldið var í Tjarnarborg Ólafsfirði 4.- 5. september s.l.
    Einnig voru samþykktir þingsins lagðar fram til kynningar.

    Hafnarstjóri lagði fram óskir stjórnar Hafnasambands Íslands frá 31. október um að hafnarstjórn Fjallabyggðarhafna kjósi á milli tveggja tillagna að merki fyrir sambandið.

    Hafnarstjórn leggur til að tillaga nr.2 verði fyrir valinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 12.7 1405039 Umhverfisátak 2014
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014 Lagðar fram upplýsingar um tilboð í myndavélakerfi fyrir höfnina á Ólafsfirði og er lagt til að tilboðinu verði tekið.
    Hafnarstjórn leggur til að búnaðurinn verði keyptur og settur upp á árinu 2015 og fylgi fjárhagsáætlun þess árs.
    Gera skal ráð fyrir 1.5 m.kr. í áætlun ársins.

    Hafnarstjóri lagði fram upplýsingar um lagfæringar og nýtengingar fyrir vatn og rafmagn á Hafnarbryggju.
    Áætlaður kostnaður er 4.0 m.kr.

    Hafnarstjórn leggur til að ráðist verði í framkvæmdirnar á árinu 2015 og að upphæðin verði í áætlun ársins.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014 Lagðar fram rekstrarupplýsingar fyrir janúar til september. Tekjur eru hærri um 2.1 m.kr og launaliðir eru hærri um 1.2 m.kr. Annar rekstrarkostnaður er lægri um 0.7 m.kr. og fjármagnsliðir eru lægri um 1.0 m.kr.
    Heildarútkoma er því í jafnvægi á þessu tímabili. Launaliðir hafa ekki verið leiðréttir m.t.t. launabreytinga í samningum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014 Fundargerð 368. fundar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014 Fundargerðir númer 1 og 2 lagðar fram til kynningar.
    Verkinu er nú lokið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014 Lagður fram tölvupóstur frá Siglunesi hf. til kynningar. Umræða varð um neðantalda liði.
    1. Snjómokstur - vísast hér í samþykkt snjómokstursplan fyrir bæjarfélagið.
    2. Hálkuvarnir - höfnin hefur fest kaup á salti til hálkuvarna og er áætlaður kostnaður um 140 þúsund fyrir tíu tonn.
    3. Tryggja þarf aðkomu að krönum, landfestum og rafmagni. Yfirhafnarvörður mun tryggja góða aðkomu að umræddum búnaði og landfestum eins og kostur er.
    4. Aðkoma fyrirtækja að snjómokstri á svæðum hafna var til umræðu.
    5. Áætlað fjármagn hafnarsjóðs í snjó- og hálkuvarnir kom til umræðu.
    Bókun fundar Til máls tóku Sigurður Valur Ásbjarnarson og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Áréttað er að umræddur tölvupóstur kom frá Ragnheiði Ragnarsdóttur nefndarmanni ekki Siglunesi hf.
    Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014

Málsnúmer 1411004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Steinunn Sveinsdóttir vék af fundi vegna tengsla sinna við Síldarminjasafnið og tók Kristjana Sveinsdóttir sæti á fundinum. Kristinn Kristjánsson stjórnaði fundi.
    Samningar við Síldarminjasafnið voru samþykktir óbreyttir frá frá árinu 2014 og er samningstíminn í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins.

    Steinunn tók við stjórn fundarins.

    1. Lagðar fram upplýsingar um allar umsóknir um styrki fyrir árið 2015.
    Um er að ræða styrki sem fagnefndir bæjarfélagsins gera tillögur um sem og styrki og samninga sem bæjarráð samþykkir f.h. bæjarstjórnar.

    2. Lagðar fram upplýsingar um helstu viðhaldsverkefni á árinu 2015.
    Áætlaður heildar kostnaður vegna viðhaldsverkefna er um 250 m.kr.
    Í ramma fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir um 30 m.kr.
    Verkefnum verði forgangsraðað af deildarstjóra tæknideildar og verði þeim upplýsingum komið inn á fund bæjarráðs 25. nóvember.

    3. Lagðar fram upplýsingar og áherslur um framkvæmdir á árinu 2015 - 2018.
    Áætlaðar heildarframkvæmdir eru metnar af tæknideild um 250 m.kr.
    Inni í þeirri tölu er ekki kostnaður við holræsaframkvæmdir.
    Í ramma fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir um 140 m.kr.
    Bókun fundar Við umfjöllun um Síldarminjasafnið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.
    Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Deildarstjóri tæknideildar leggur fram upplýsingar um áætlaðan kostnað við ástandsskoðun mannvirkja í eigu Fjallabyggðar.

    Bæjarráð leggur til að ráðist verði í umrædda skoðun á næsta fjárhagsári og að gert verði ráð fyrir kaupum á þeirri vinnu í áætlun 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Í upphafi fundar var farið yfir fundargerð frá fundi með hagsmunaaðilum, um byggðakvóta, sem haldinn var mánudaginn 10. nóvember 2014.
    Lagðar fram skriflegar ábendingar frá Sverri Sveinssyni frá 10. nóvember 2014 sem og svör við spurningum sem komu m.a. fram frá hagsmunaaðilum þann 10.11.2014 og frá ráðuneytinu þann 11.11.2014.
    Einnig var lögð fram fundargerð atvinnumálanefndar frá 11.11.2014, en þar koma fram hugmyndir að tillögum að sérstökum skilyrðum sveitarfélagsins gagnvart úthlutun byggðakvóta samkv. 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 652/2014.

    Þar var bókað m.a. neðanritað.
    Byggðakvóti fiskveiðiársins 2014/2015.
    Bæjarstjóra verður falið að rita ráðuneytinu bréf með rökstuðningi þar sem lögð er áhersla á að veiðireynsla í Fjallabyggð sé óháð hvar landað er, innan marka sveitarfélagsins.

    Atvinnumálanefnd hefur farið yfir tillögur sem fram komu m.a. á fundi með útgerðaraðilum og fiskverkendum Fjallabyggðar og er lögð áhersla á neðanritað.

    Með vísan í reglugerð nr. 652/2014 er óskað eftir neðanrituðum breytingum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2014/2015.

    Óbreytt frá fyrra ári:
    Lögð er áhersla á breytingu á orðalagi þannig að í stað orðsins byggðarlags í 1. mgr. 4. gr. komi orðið sveitarfélags sem og í 2. mgr. 4. gr. (Afli af fiskiskipum sem landað er í (byggðarlagi) verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu og svo frv.

    Síðan breytist byggðarlag í sveitarfélag síðar í málsgreininni. Þannig að eftir breytingu hljóðar málsgreinin svo;
    Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
    Viðbót frá fyrra ári.
    Auk þeirra breytinga sem að framan er getið í 4. gr. hér að ofan breytist reglugerðin þannig:

    Lögð er áhersla á að byggðakvóti miðist að lágmarki við 1.5 tonn á bát.
    Heimilt er að sama magni og lágmarksúthlutun, þ.e. 1.5 tonn, verði landað á fiskmarkað í Fjallabyggð eða til vinnslu í Fjallabyggð.

    Af því sem eftir stendur að þeirri úthlutun lokinni verður síðan úthlutað á báta miðað við landaðan afla í sveitarfélaginu, þó ekki hærra en 20% af kvótaúthlutun miðað við landaðan afla hvers báts, en að hámarki 60 tonn.

    Ef einhver óskar eftir tilteknu magni, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt ákvæði þessu, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna.

    Jöfn skipti verði heimil.

    Ákvæði um skriflegan samning við fiskkaupendur um magn sem landað verður hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram komi að vinnsluaðili skuldbindi sig til að vinna aflann, með áritun bæjar- og sveitarstjórnar, breytist þannig að eftir þá setningu komi ný setning svohljóðandi:
    Þó er vinnsluaðila heimil jöfn skipti á tegundum við annan vinnsluaðila og komi slík fyrirætlan fram í samningi sem eigandi fiskiskipa gerir við fiskkaupenda.

    Ef úthlutaður kvóti (afli) er ekki veiddur fær viðkomandi aðili ekki úthlutað kvóta á næsta fiskveiðiári (2015/2016) nema til komi viðhlítandi skýringar (s.s. vegna vélarbilunar, veikinda o.þ.h.).

    Fulltrúi D-lista, Þorsteinn Þorvaldsson leggur til að hámarks kvóti á hvern bát verði 50 tonn. Einnig leggur hann áherslu á að komið verði upp virku eftirliti með því að athuga hvort aðilar gerist brotlegir við nýtingu byggðakvótans.

    Atvinnumálanefnd vísar framkomnum hugmyndum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögur atvinnumálanefndar með fyrirvara um staðfestingu ráðuneytis á framkomnum tillögum, að undanskilinni tillögu um að jöfn skipti séu heimil og er vísað þar til laga nr. 665 frá 10. júlí 2013, sjá 9.gr.

    S. Guðrún Hauksdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

    a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014.
    Öll skip og bátar sem uppfylla ákvæði 1. gr. skulu eiga rétt á 2.500 þorskígilda lágmarks úthlutun óháð afla þeirra á fiskveiðiárinu 2013/2014.


    b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.


    c) Ný málsgrein, sem verður 5. mgr. 4. gr.: Hámarksúthlutun byggðakvóta á skip skal vera 50 þorskígildistonn.

    d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2014 til 31. ágúst 2015.





    Tillaga S.Guðrúnar var borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Bæjarstjóri bar upp þá ósk að umrætt erindi yrði tekið á dagskrá þar sem bindandi kauptilboð renna út þann 14.11.2014.
    Um er að ræða kauptilboð frá tveimur aðilum í sömu eign bæjarfélagsins.
    Ásett verð er 11.9 m.kr.
    Bæjarráð telur rétt að gera hæstbjóðanda gagntilboð að upphæð 11.5 m.kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lagðar fram upplýsingar frá Gunnari J. Jónssyni er varðar hugsanlegar bætur frá Vegagerð og/eða Fjallabyggð.
    Bæjarstjóri lagði fram minnisblað lögmanns bæjarfélagsins Valtýs Sigurðssonar hrl. er varðar hugsanlega skaðabótakröfu í máli þessu.
    Það er niðurstaða lögmanns að ekki verði séð að Gunnar eigi fjárkröfu á hendur Fjallabyggð.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lagðar fram skýrslur um rekstur upplýsingamiðstöðva og er vísað í afgreiðslu markaðs- og menningarnefndar frá 23.10.2014.
    Einnig lagður fram tölvupóstur frá eigendum Bolla og bedda ehf. frá 24. október 2014 sem og bréf bæjarstjóra til fyrirtækisins frá 5. apríl 2013 og undirritaður samningur frá 8. apríl 2013.
    Aðilum málsins er boðið að funda með bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lagt fram bréf frá Matvís, Matvæla- og veitingafélagi Íslands dags. 30. október 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lögð fram til kynningar umsókn um styrk til deiliskipulagsvinnu í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lögð fram til kynningar umsókn til tilnefningar til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, sjá þingskal 26 - 26.mál.
    http:www.altingi.is/altext/144/s/0026.htmi
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lagt fram til kynningar, hugleiðingar Valtýs Sigurðssonar eftir fund með Isavia 7. nóvember 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lagt fram bréf frá Róberti Guðfinnssyni dags. 8. nóvember 2014, þar sem hann óskar eftir fundi með fulltrúum Fjallabyggðar.
    Róbert var boðaður á fundinn og fór hann yfir sín mál og samstarf við Fjallabyggð.
    Leggur hann áherslu á að bæjarfélagið móti stefnu til framtíðar er varðar aðkomu bæjarfélagsins að þeim verkefnum sem eftir á að vinna.
    Leggur hann áherslu á Leirutangann og lóð undir tjaldsvæði við hús Egilssíldar við Gránugötu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lagt fram til kynningar, áskorun frá stjórn samtaka tónlistarskólastjóra um að Samtök ísl. sveitarfélaga semji við félag tónlistarskólakennara hið fyrsta.

    Bæjarráð hvetur aðila til að ganga til samninga og ljúka erfiðu verkfalli sem bitnar á nemendum tónskóla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lagt fram til kynningar, fundargerð 15. fundar, 16. fundar og aðalfundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 8. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lagt fram til kynningar, fundargerðir frá 07.10.2014 og 30.10.2014. Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lagt fram til kynningar, fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 14. október 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12. nóvember 2014 Lagt fram til kynningar, 821. fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 31. október 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar bæjarráðs staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

14.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir tillögu að 6. viðauka við fjárhagsáætlun.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 34.123.000.
Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 44.556.000 í stað 78.679.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Til máls tóku Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson,

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að viðauka 6 með 7 atkvæðum.

15.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015

Málsnúmer 1409031Vakta málsnúmer

Til máls tóku Sigurður Valur Ásbjarnarson, Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi reglur fyrir úthlutun byggðarkvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/2015.

"Ákvæði reglugerðar nr. 652/2014 gilda um úthlutun byggðakvóta Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skulu öll skip og bátar sem uppfylla ákvæði 1. gr. reglugerðarinnar eiga rétt á 2.500 þorskígilda úthlutun óháð afla þeirra á fiskveiðiárinu 2013/2014. Auk þess skal því aflamarki sem eftir stendur skipt hlutfallega milli sömu skipa og báta miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla í ígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur en að hámarki 60 tonn.

Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2014 til 31. ágúst 2015. Aflinn skal nema í þorskígildum talið, jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari, auk jafnmikils magns til vinnslu eða á fiskmarkað í sveitarfélaginu."

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða.

"Bæjarstjórn Fjallabyggðar leggur mikla áherslu á að umsækjendur um byggðakvóta séu meðvitaðir um þá samfélagslegu ábyrgð sem umsókn um úthlutun byggðakvóta fylgir og hvetur umsækjendur til þess að nýta þær aflaheimildir sem þeim er úthlutað."

16.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá F-lista:

Bæjarráð.
Ríkarður Hólm Sigurðsson, verður varamaður í stað
Magnúsar Jónassonar sem er með tímabundið leyfi frá störfum.

Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá S-lista:

Atvinnumálanefnd.
Sæbjörg Ágústsdóttir verður aðalmaður fyrir S - lista í stað Láru Stefánsdóttur.

Guðrún Linda Rafnsdóttir verði varamaður fyrir S - lista í stað Sæbjargar Ágústsdóttur.

Láru Stefánsdóttur eru þökkuð góð störf.

Fundi slitið.