Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Málsnúmer 1411001F
Vakta málsnúmer
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Anita Elefsen var boðin velkomin á fund hafnarstjórnar. Fór hún yfir þann árangur sem náðst hefur fram til ársins 2014, en á fyrri árum mættu 1 - 3 skemmtiferðaskip til Siglufjarðar árlega. Nú í sumar urðu þau 6 og er gert ráð fyrir 14 komum til bæjarfélagsins á næsta ári. Anita lagði einnig fram tillögu að markaðsetningu hafnarinnar til kynningar.
Hafnarstjórn fagnar árangri í markaðssetningu hafnarinnar og leggur til við bæjarstjórn að verkefninu verði framhaldið á næsta fjárhagsári.
Anita leggur áherslu á endurnýjun á kynningarefni með nýrri hönnun, uppsetningu og til að standa undir prentun efnis.
Jafnframt leggur Anita til að hafnarstjórn auki framlag sitt til markaðssetningar úr kr. 500.000.- í kr. 1.000.000.-.
Hafnarstjórn leggur til að styrkupphæð miðist við kr. 1.000.000.- á næsta fjárhagsári.
Hafnarstjórn telur einnig rétt að leggja til við bæjarstjórn að Fjallabyggðarhafnir taki upp farþegagjald sem nemur 50 krónur á farþega en áætlaður fjöldi er um 2500 manns.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.
Til máls tóku Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Drög að ferðastefnu Fjallabyggðar var lögð fram til kynningar í atvinnumálanefnd 29.10.2014 og óskar nefndin eftir umsögn annarra nefnda á vegum bæjarfélagsins.
Hafnarstjórn tekur undir niðurstöður atvinnumálanefndar og fagnar þeirri vinnu sem komin er fram hjá stýrihóp verkefnisins.
Hafnarstjórn vill hins vegar taka undir þær áherslur er varðar að bæta ásýnd hafnarsvæða og að ferðamönnum verði gert kleift að njóta þeirra í sátt og samlyndi við fyrirtæki sem starfa á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjórn telur æskilegt að taka þátt í næstu Sjávarútvegssýningu, með fyrirtækjum bæjarfélagsins, sem haldin verður á árinu 2017.
Bókun fundar
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Lagðar fram upplýsingar til stjórnar Hafnasambands Íslands er varðar framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2015.
Þar kemur m.a. fram að fjárheimildir fyrir árið 2014 voru 1.186.6 m.kr., en fyrir árið 2015 er miðað við 748.7 m.kr.
Um er að ræða lækkun upp á 437.9 m.kr. að raungildi eða um 36.9%.
Framlög í hafnarbótasjóð lækka um þriðjung og heildarframlög til hafnaframkvæmda um tæp 37%.
Hafnarstjórn Fjallabyggðar hvetur Alþingi til að taka til endurskoðunar fjárveitingar til verkefna á sviði hafnarmála á árinu 2015.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Lagðar fram tillögur og upplýsingar frá yfirhafnarverði um framkvæmdir í samgönguáætlun fyrir árin 2015 - 2018.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að endurnýjun Hafnarbryggju fari fram á næstu árum sem og framkvæmdir við stálþil og kant við innri höfnina á Siglufirði.
Áætlaður kostnaður getur verið um 600 m.kr. fyrir Hafnarbryggju og um 330 m.kr. fyrir innri höfnina á Siglufirði. Einnig kom fram að endurbyggja þarf norður kant loðnubryggju á Ólafsfirði og er áætlaður kostnaður um 45 m.kr.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að Hafnarbryggja verði tekin inn í samgönguáætlun 2015 -2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Hafnarstjórn telur rétt og tímabært að endurnýja flotbryggjuna í Ólafsfirði.
Hafnarstjórn leggur til að keyptar verði tvær 20 m einingar með 16 st. festipollum á flotbryggjur, tenglastólpum og landgangi.
Öryggisstigar og botnfestur ásamt vinnu og flutningi fylgja kaupum þessum.
Áætlaður kostnaður er um 16.6 m.kr.
Bókun fundar
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Kristinn Kristjánsson.
Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Lögð fram til kynningar þinggerð 39. hafnasambandsþings sem haldið var í Tjarnarborg Ólafsfirði 4.- 5. september s.l.
Einnig voru samþykktir þingsins lagðar fram til kynningar.
Hafnarstjóri lagði fram óskir stjórnar Hafnasambands Íslands frá 31. október um að hafnarstjórn Fjallabyggðarhafna kjósi á milli tveggja tillagna að merki fyrir sambandið.
Hafnarstjórn leggur til að tillaga nr.2 verði fyrir valinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Lagðar fram upplýsingar um tilboð í myndavélakerfi fyrir höfnina á Ólafsfirði og er lagt til að tilboðinu verði tekið.
Hafnarstjórn leggur til að búnaðurinn verði keyptur og settur upp á árinu 2015 og fylgi fjárhagsáætlun þess árs.
Gera skal ráð fyrir 1.5 m.kr. í áætlun ársins.
Hafnarstjóri lagði fram upplýsingar um lagfæringar og nýtengingar fyrir vatn og rafmagn á Hafnarbryggju.
Áætlaður kostnaður er 4.0 m.kr.
Hafnarstjórn leggur til að ráðist verði í framkvæmdirnar á árinu 2015 og að upphæðin verði í áætlun ársins.
Bókun fundar
Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Lagðar fram rekstrarupplýsingar fyrir janúar til september. Tekjur eru hærri um 2.1 m.kr og launaliðir eru hærri um 1.2 m.kr. Annar rekstrarkostnaður er lægri um 0.7 m.kr. og fjármagnsliðir eru lægri um 1.0 m.kr.
Heildarútkoma er því í jafnvægi á þessu tímabili. Launaliðir hafa ekki verið leiðréttir m.t.t. launabreytinga í samningum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Fundargerð 368. fundar lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Fundargerðir númer 1 og 2 lagðar fram til kynningar.
Verkinu er nú lokið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2014
Lagður fram tölvupóstur frá Siglunesi hf. til kynningar. Umræða varð um neðantalda liði.
1. Snjómokstur - vísast hér í samþykkt snjómokstursplan fyrir bæjarfélagið.
2. Hálkuvarnir - höfnin hefur fest kaup á salti til hálkuvarna og er áætlaður kostnaður um 140 þúsund fyrir tíu tonn.
3. Tryggja þarf aðkomu að krönum, landfestum og rafmagni. Yfirhafnarvörður mun tryggja góða aðkomu að umræddum búnaði og landfestum eins og kostur er.
4. Aðkoma fyrirtækja að snjómokstri á svæðum hafna var til umræðu.
5. Áætlað fjármagn hafnarsjóðs í snjó- og hálkuvarnir kom til umræðu.
Bókun fundar
Til máls tóku Sigurður Valur Ásbjarnarson og S. Guðrún Hauksdóttir.
Áréttað er að umræddur tölvupóstur kom frá Ragnheiði Ragnarsdóttur nefndarmanni ekki Siglunesi hf.
Afgreiðsla 62. fundar hafnarstjórnar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.