Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

13. fundur 30. október 2014 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðný Kristinsdóttir varaformaður, F lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður, D lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Helga Hermannsdóttir varamaður, S lista
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar
  • Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar

1.Styrkumsóknir 2015 - Frístundamál

Málsnúmer 1409037Vakta málsnúmer

a)
Á fundinn mætti Herdís Erlendsdóttir kl. 16:40.
Herdís sækir um styrk fyrir reiðnámskeið fyrir börn og unglinga með þroskafrávik. Herdís gerði nefndinni grein fyrir inntaki og markmiðum námskeiðanna. Megin markmið er að kenna börnunum að umgangast hestinn og undirstöðuatriði í reiðmennsku eftir getu hvers og eins og bæta líkamsvitund þátttakenda. Segir Herdís að námskeið sem þessi kalli á sérhæfðan búnað sem er mjög kostnaðarsamur í innkaupum.

b)
Á fundinn mætti Ólafur Kárason kl. 17:00, fyrir Golfklúbb Siglufjarðar.
Umsókn GKS er tvíætt, annars vegar er sótt um hækkun á rekstarstyrk vegna reksturs golfvallarins við Hól og hins vegar um styrk vegna kaupa á æfinga- og kennslukerfi í golfi sem nefnist SNAG. Varðandi rekstarstyrkinn þá er það mat GKS að hann hrökkvi ekki til að standa undir þeim grunnkostnaði við vallarumhirðuna sem rekstarsamningurinn kveður á um. SNAG kerfið er kennslukerfi í golfi sem ætlað er fólki á öllum aldri og hvaða getustigi sem er. Kennslan er ekki bundin við golfvelli, því getur kennslan farið fram farið fram þar sem aðstæður leyfa. Í umræðum um málið kom upp hugmynd um að Íþróttamiðstöðin myndi jafnvel kaupa búnaðinn svo hægt væri að nýta hann fyrir breiðari hóp af fólki. Golfklúbbarnir hefðu svo fullt afnot af honum yfir sumartímann.

c)
Á fundinn mætti Ragnar Már Hanson kl. 17:30, vegna styrkumsóknar Smástráka, unglingadeildar björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði.
Ragnar gerði grein fyrir starfsemi Smástráka sem hefur verið afar kraftmikil undanfarin misseri. Þátttakendur eru 30 krakkar á aldrinum 14 til 16 ára. Deildarstarfið er reglulega einu sinni í viku, auk þess sem reglulega er farið með hópinn í styttri ferðir úr bænum einu sinni í mánuði að jafnaði. Smástrákar verða að mestu leyti að standa á eigin fótum fjárhagslega og styrkumsóknin fyrst og fremst hugsuð til að standa undir búnaðarkaupum fyrir deildina.

d)
Á fundinn mætti Rúnar Marteinsson, varformaður Skíðafélags Siglufjarðar, kl. 17:50. Skíðafélagið sækir um styrk vegna Fjallaskíðamóts 2015.
Rúnar gerði grein fyrir mótshaldinu og er þetta í annað skiptið sem mótið er haldið. Stefnir félagið á að Fjallaskíðamótið verði að árvissum atburði. Undirbúningur mótsins útheimtir mikla vinnu og fyrirhöfn af hálfu félagsins og er styrkumsóknin til að mæta útgjöldum vegna kynningar- og markaðssetningar, sem er bæði innanlands og erlendis. Áform Skíðafélagins eru að mótið verði að árvissum atburði og bendir á að Fjallaskíðamótið er mikil lyftistöng fyrir skíðaparadísina Fjallabyggð. Samstarfsaðili Skíðafélagsins um mótshaldið er ferðþjónustufyrirtækið Deplar ehf.

e)
Á fundinn mætti Óskar Þórðarsons kl. 18:30, vegna styrkumsókna blakklúbbanna Hyrnu og Súlna. Klúbbarnir sækja um styrk til að mæta kostnaði við salarleigu á Siglómóti sem fram fer í lok febrúar á næsta ári. Óskar gerði einnig grein fyrir næsta lið fundargerðarinnar.

f)
Umsókn strandblaksnefndar blakklúbbanna Hyrnu og Súlna. Klúbbarnir sækja um styrk til að greiða salarleigu vegna paramóts í blaki sem fram fer föstudaginn langa á næsta ári og er árlegur viðburður. Mótið er styrktarmót til rekstar strandblakvallarins sem félögin eiga og reka í sameiningu.

g)
Umsókn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar um styrk vegna ferðakostnaðar.
Óskar Þórðarson gerði grein fyrir umsókninni.
Umsókn KF er vegna ferðakostnaðar meistaraflokks og elstu flokkanna í yngri flokkum félagsins í Bogann á Akureyri. Er þetta í annað skiptið sem félagið sækir um samsvarandi styrk. Í máli Óskars kom fram að mikilvægt er fyrir félagið að sækja æfingatíma í Bogann og kostnaður við salarleigu og ferðir sé mjög mikill.

h)
Umsókn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar vegna Pæjumóts 2015.
Félagið sækir um styrk vegna skemmtidagskrár föstudags- og laugardagskvöld sem eru öllum opin.
Óskar vék af fundi kl. 19:10.

Fundi slitið.