Bæjarráð Fjallabyggðar

361. fundur 28. október 2014 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Jón Valgeir Baldursson varabæjarfulltrúi, B lista
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015

Málsnúmer 1409031Vakta málsnúmer

Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 20. október s.l. um úthlutun byggðakvóta lagt fram til kynningar.
Um er að ræða 300 þorskígildistonn fyrir Ólafsfjörð og 94 tonn fyrir Siglufjörð.
Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum fyrir 1. nóvember 2014. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í Atvinnumálanefnd.

2.Björgunarsveitin Tindur - Beiðni um styrk

Málsnúmer 1410055Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um framkvæmda-og búnaðarstyrk frá Björgunarsveitinni Tindi og er bréfið dags. 20. október s.l.
Sótt erum um kr. 2.8 m.kr.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

3.RVK Studios - Erindi vegna sjónvarpsþátta

Málsnúmer 1410048Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 20. október s.l. um aðstoð og velvild í garð RVK "studios". Um er að ræða sjónvarpsþætti, 10 þætti núna í haust. Þáttaröðin ber nafnið Ófærð.
Bæjarráð fagnar verkefninu og felur deildarstjóra tæknideildar að vera tengiliður f.h. sveitarfélagsins í samráði við löggæslumenn.
Bæjarráð leggur áherslu á að kostnaður leggist ekki á bæjarfélagið vegna þessa verkefnis.

4.Kvikmyndasýningar í Tjarnarborg

Málsnúmer 1410049Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 17. október 2014, er varðar fyrirhugaðar kvikmyndasýningar í Tjarnarborg.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

5.Skipan fulltrúa í starfshóp - Flokkun Eyjafjarðar ehf

Málsnúmer 1410047Vakta málsnúmer

Ósk um tilnefningu fulltrúa bæjarfélagsins í starfshóp um mótun starfsemi Flokkunar til framtíðar.
Bæjarráð leggur til að Ríkharður Hólm Sigurðsson verði fulltrúi Fjallabyggðar.

6.Söluheimild - leiguíbúðir

Málsnúmer 1409029Vakta málsnúmer


Á 356. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála varðandi söluheimild fyrir leiguíbúðir og ábendingu um kaup á íbúð. Afgreiðslu erindis var þá frestað.
Bæjarráð samþykkir söluheimild á umræddum íbúðum og er lögð áhersla á að leigjendur hafi forkaupsrétt.

7.Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum á starfssvæði Eyþings

Málsnúmer 1410050Vakta málsnúmer

Námskeið var haldið á Akureyri 27. október sl.
Eftirtaldir bæjarfulltrúar sóttu námskeiðið: Steinunn María Sveinsdóttir, Kristjana R. Sveinsdóttir, Ríkharður Hólm Sigurðsson, Anna Þórisdóttir, Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir, Guðný Kristinsdóttir og bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson.

8.Fundir bæjarstjóra með forstöðumönnum - 2014

Málsnúmer 1401085Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 2. október sl. lögð fram til kynningar.
Málum er tengjast fjárhagsáætlunargerð er vísað til frekari umræðu í bæjarráði.

9.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2014

Málsnúmer 1401031Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð deildarstjóra Fjallabyggðar.
Málum er tengjast fjárhagsáætlunargerð er vísað til frekari umræðu í bæjarráði.

10.Til umsagnar - Frumvarp til laga um vegalög (gjaldtaka af umferð o.fl., EES-reglur), 157. mál

Málsnúmer 1410041Vakta málsnúmer

Í rafbréfi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá 17. október 2014, er frumvarp til laga um vegalög (gjaldtaka af umferð o.fl., EES-reglur), 157. mál, sent til umsagnar.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

11.Til umsagnar - Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. 17. mál

Málsnúmer 1410058Vakta málsnúmer

Í rafbréfi Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, frá 23. október 2014, er frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 17. mál, sent til umsagnar.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

12.Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1410046Vakta málsnúmer

Fundagerðir 13. og 14. fundar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið.