Atvinnumálanefnd - 3. fundur - 11. nóvember 2014
Málsnúmer 1411003F
Vakta málsnúmer
.1
1409031
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
Atvinnumálanefnd - 3. fundur - 11. nóvember 2014
Í upphafi fundar var farið yfir fundargerð frá fundi með hagsmunaaðilum, um byggðakvóta, sem haldinn var mánudaginn 10. nóvember 2014. Meirihluti atvinnumálanefndar leggur fram eftirfarandi hugmyndir að tillögum að sérstökum skilyrðum sveitarfélagsins gagnvart úthlutun byggðakvóta samkv. 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 652/2014.
Byggðakvóti fiskveiðiársins 2014/2015
Bæjarstjóra verður falið að rita ráðuneytinu bréf með rökstuðningi þar sem lögð er áhersla á að veiðireynsla í Fjallabyggð sé óháð hvar landað er, innan marka sveitarfélagsins.
Atvinnumálanefnd og bæjarráð hafa farið yfir tillögur sem fram komu m.a. á fundi með útgerðaraðilum og fiskverkendum Fjallabyggðar og er lögð áhersla á neðanritað.
Reglur og áherslur Fjallabyggðar eru:
Með vísan í reglugerð nr. 652/2014 er óskað eftir neðanrituðum breytingum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiði árið 2014/2015.
Óbreytt frá fyrra ári:
Lögð er áhersla á breytingu á orðalagi þannig að í stað orðsins byggðarlags í 1. mgr. 4. gr. komi orðið sveitarfélags sem og í 2. mgr. 4. gr.
(Afli af fiskiskipum sem landað er í (byggðarlagi) verður:
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu og svo frv.
Síðan breytist byggðarlag í sveitarfélag síðar í málsgreininni. Þannig að eftir breytingu hljóðar málsgreinin svo;
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
Viðbót frá fyrra ári.
Auk þeirra breytinga sem að framan er getið í 4. gr. hér að ofan breytist reglugerðin þannig:
Lögð er áhersla á að byggðarkvóti miðist að lágmarki við 1.5 tonn á bát. Heimilt er að sama magni og lágmarksúthlutun, þ.e. 1.5 tonn, verði landað á fiskmarkað í Fjallabyggð eða til vinnslu í Fjallabyggð.
Af því sem eftir stendur að þeirri úthlutun lokinni verður síðan úthlutað á báta miðað við landaðan afla í sveitarfélaginu, þó ekki hærra en 20% af kvótaúthlutun miðað við landaðan afla hvers báts, en að hámarki 60 tonn.
Ef einhver óskar eftir tilteknu magni, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt ákvæði þessu, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðarkvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna.
Jöfn skipti verði heimil.
Ákvæði um skriflegan samning við fiskkaupendur um magn sem landað verður hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram komi að vinnsluaðili skuldbindi sig til að vinna aflann, með áritun bæjar- og sveitarstjórnar, breytist þannig að eftir þá setningu komi ný setning svohljóðandi:
Þó er vinnsluaðila heimil jöfn skipti á tegundum við annan vinnsluaðila og komi slík fyrirætlan fram í samningi sem eigandi fiskiskipa gerir við fiskkaupenda.
Ef úthlutaður kvóti (afli) er ekki veiddur fær viðkomandi aðili ekki úthlutað kvóta á næsta fiskveiðiári (2015/2016) nema til komi viðhlítandi skýringar (s.s. vegna vélarbilunar, veikinda o.þ.h.)
Fulltrúi D-lista, Þorsteinn Þorvaldsson leggur til að hámarks kvóti á hvern bát verði 50 tonn. Einnig leggur hann áherslu á að komið verði upp virku eftirliti með því að athuga hvort aðilar gerist brotlegir við nýtingu byggðakvótans.
Atvinnumálanefnd vísar framkomnum hugmyndum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 3. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.