Bæjarráð Fjallabyggðar

359. fundur 16. október 2014 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri fjármála- og stjórnsýslu

1.Drög að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta til umsagnar

Málsnúmer 1410018Vakta málsnúmer

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta en breytingar á umdæmum taka gildi 1. janúar 2015. Rökstuddar umsagnir þurfa að berast eigi síðar en 17. október.
Bæjarráð Fjallabyggðar gerir ekki athugasemdir við umdæmamörk eða skipan í umrædd störf.

Á fund stjórnar Eyþings 15. október 2014, mætti sýslumaðurinn á Húsavík, Svavar Pálsson og upplýsti stjórn og bæjarstjóra Fjallabyggðar að ætlunin væri að fækka um eitt stöðugildi á sýsluskrifstofunni á Siglufirði, í kjölfar umdæmisbreytinga og skertra fjárframlaga.

Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við fækkun starfa í Fjallabyggð á vegum ríkisins.

Bæjarráð kallar eftir skýrum svörum og rökstuðningi frá ríkisvaldinu.

Bæjarráð óskar eftir fundi með nýjum sýslumanni.
Lögð er áhersla á að fá svör við hans framtíðaráformum er varðar Fjallabyggð.

2.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti greinargerð að forsendum að fyrstu drögum að áætlun ársins. Áður en útgönguspá fyrir árið 2014 liggur fyrir og rammi fyrir árið 2015 verður ákveðinn er brýnt bæjarráð taki afstöðu til neðanritaðs:

1. Útsvar.
Lagt er til að viðhalda sömu álagningaprósentu á útsvari fyrir árið 2015, þ.e. 14,48%.

2. Fasteignaskattar og gjöld.
Lagt er til að álagningarstofnar fasteignagjalda verði óbreyttir á árinu 2015.

3. Lagt er til að miðað verði við forsendur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga er varðar aðrar forsendur fyrir áætlunargerð sveitarfélaga fyrir árið 2015.
Áður lagt fram til kynningar.

4. Fjárfestingar og afborganir lána.

Lagt er til að í eignfærða fjárfestingu verði varið um kr. 200.000.000
Miðað er við að afborgun lána sé kr. 64.000.000
Ekki er gert ráð fyrir lántökum.

5. Aðrar áherslur.
Að rekstur málaflokka taki mið af rauntekjum.
Að rekstrarniðurstaðan verði í lok yfirferðar jákvæð.
Að veltufé frá rekstri miðist við 10% - 15% .
Að veltufjárhlutfall verði aldrei lægra en 1,0.
Að skuldahlutfall verði aldrei hærra en lög gera ráð fyrir.
Að handbært fé í árslok verði ekki lægra en verið hefur.

Vísað er einnig í forsendur sem fram komu á 355. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að unnið verði eftir ofangreindum forsendum.

Eftir yfirferð og umræður lagði bæjarstjóri fram samanburð á gjaldskrám fyrir Fjallabyggð og var ákveðið að skoða þær á næsta fundi.

Mikilvægt er að bæjarfulltrúar komi fram með mótaðar tillögur á næsta fund bæjarráðs ef gera á breytingar á umfangi rekstrar á næsta ári.

3.Launayfirlit tímabils 2014

Málsnúmer 1407031Vakta málsnúmer

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til september.

Niðurstaðan fyrir heildina er 677,4 m.kr. sem er 102,2% af áætlun tímabilsins sem var 662,5 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 43,1 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 28,2 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 14,9 m.kr. umfram áætlun tímabilsins.

Vísa þarf kjarasamnings- og launabreytingum til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

4.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1401020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 819. fundar stjórnar frá 24. september s.l.

Fundi slitið.