Bæjarráð Fjallabyggðar

336. fundur 01. apríl 2014 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Boðsundkeppni Grunnskólanna á landinu - beiðni um styrk

Málsnúmer 1403062Vakta málsnúmer

Sundsamband Íslands mun standa að boðsundskeppni milli grunnskóla sem fram fer um allt land. Úrslitakeppnin fer fram í apríl í Reykjavík.

Markmið keppninnar er að stuðla að aukinni hreyfingu krakka. Sambandið óskar eftir styrkveitingu frá Fjallabyggð.

Bæjarráð hafnar erindinu þar sem Grunnskóli Fjallabyggðar telur sér ekki fært að taka þátt í verkefninu, vegna þess hvað það er seint fram komið.

2.Forvarnarfundur á Siglufirði - beiðni um styrk

Málsnúmer 1403064Vakta málsnúmer

Forvarnarsamtökin Lífsýn mun halda fund á Siglufirði 9. maí n.k. og óska eftir 100 þúsund króna fjárstuðningi frá Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir að fá umsögn félagsmálanefndar.

3.Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1310046Vakta málsnúmer

Farið yfir ábendingar sem borist hafa frá Innanríkisráðuneytinu varðandi samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.  Þar eru aðallega um minniháttar orðalagsbreytingar að ræða.
Breyta þarf fjölda bæjarfulltrúa í 7 í fyrstu grein, eftir samþykkt bæjarstjórnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, Sigurði Val Ásbjarnarsyni, forseta bæjarstjórnar Ingvari Erlingssyni og Agli Rögnvaldssyni bæjarfulltrúa að leggja fram breytingartillögu á næsta bæjarstjórnarfundi við samþykktir um stjórn Fjallabyggðar.

4.Sigurhæð - safnamál

Málsnúmer 1310058Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn Hollvinafélaga Sigurhæðar.

Bæjarráð hefur áður tekið vel í hugmyndir um safnahús og samþykkir að vísa samþykktum til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

5.Úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 1402025Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá formanni Smábátafélagsins Skalla frá 26.02.2014. Þar kemur fram að óskað er eftir því að bæjarráð endurskoði úthlutunarreglur fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 og geri hlut smábátaeigenda á Siglufirði meiri.

Bæjarráð vísar í fyrra svar þar sem fram kom að reglur bæjarstjórnar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fá formlegt svar hjá Sjávarútvegsráðuneytinu, hvort breytingar á úthlutunarrelgum séu mögulegar eftir að frestur hefur runnið út.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087Vakta málsnúmer

Viðaukar fyrir árið 2014 lagðir fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þeirra til bæjarstjórnarfundar.

7.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1401042Vakta málsnúmer

Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

8.Saga upplýsingatækni á Íslandi

Málsnúmer 1403068Vakta málsnúmer

Skýrslutæknifélagið og öldungadeild Skýrslutæknifélagsins er að safna loforðum um fjármögnun á skrásetningu á sögu upplýsingatækni á Íslandi. Áætlaður kostnaður er um 20 m.kr.

Bæjarráð hafnar erindinu.

9.Siglufjörður, landnýtingartillögur, tangi og miðbær

Málsnúmer 1403070Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur er varðar landnýtingu og skipulag miðbæjar á Siglufirði og á Suðurtanga.
Einnig lögð fram fundargerð samráðsnefndar fulltrúa Rauðku og Fjallabyggðar frá 27. mars 2014.
Framhaldsfundur samráðsnefndar er fyrirhugaður í apríl. 

10.Vinnuskóli um sjávarútveg sumarið 2014

Málsnúmer 1403066Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning og bæklingur frá Íslenska sjávarklasanum um vinnuskóla um sjávarútveg.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslu- og frístundanefndar.

Fundi slitið - kl. 19:00.